Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 2
Veður Norðaustanátt 15-23 m/s og snjó- koma eða slydda A og NA til, en rigning syðst. Dregur úr vindi og úrkomu síðla dags, norðan 8-18 og stöku él í kvöld. við ströndina. sjá síðu 48 Hönnunarverðlaun afhent fjölmiðlar „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinninga- hlaðin og einkennist af upphróp- unum og gífuryrðum,“ segir Magnús Haraldsson, geðlæknir á Landspítal- anum, í leiðara Læknablaðsins þar sem hann fjallar um fréttir fjölmiðla af heilbrigðiskerfinu. „Því miður er fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál oft á afar nei- kvæðum nótum og orð eins og úrræðaleysi, niðurskurður, mann- ekla og fjársvelti eru algeng. Fréttir af sumarlokunum, kjaradeilum, biðlistum og miklu álagi á heil- brigðisstarfsfólk eru nánast daglega á síðum fjölmiðla,“ rekur Magnús í leiðaranum. Magnús segir mikilvægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins með gagnrýnum hætti í fjölmiðlum. „Það er afar mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um þennan málaflokk sé yfirveguð, byggð á staðreyndum og að reynt sé að forðast gífuryrði og upphrópanir,“ skrifar hann. Þá segir Magnús að reglulega rati á síður fjölmiðla umfjallanir um erfið mál einstakra sjúklinga. „Stundum er um að ræða lýsingar sjúklinga eða aðstandenda þeirra á samskiptum sínum við heilbrigðis- starfsfólk þar sem kvartað er yfir því að viðkomandi hafi ekki fengið viðhlítandi þjónustu eða verið neitað um þjónustu. Jafnframt eru oft dregnar þær ályktanir að slíkar lýsingar á högum einstaklinga lýsi kerfinu eða þjónustunni í heild,“ fullyrðir hann. Að sögn Magnúsar er alltaf hætta á því að dregnar séu rangar ályktanir af því sem eigi að hafa gerst. „Hætt er við því að fréttir sem þessar ýti undir ótta og tor- tryggni hjá fólki sem þarf að sækja þjónustu heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. „Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heil- brigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan, sérstaklega ef það þarf að sitja undir óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum og getur ekki komið fram og tjáð sig um sína hlið á mál- inu.“ Magnús segir síður fjölmiðla ekki rétta vettvanginn „til að ræða eða útkljá“ kvartanir undan heil- brigðiskerfinu því aðeins önnur hlið málsins sé rædd. „Alltaf er hætt við að umræðan verði mjög tilfinninga- hlaðin og einkennist af upphróp- unum og gífuryrðum.“ Í leiðara Læknablaðsins er síðan sagt æskilegt að ritstjórar og ábyrgðarmenn helstu fjölmiðla landsins setjist niður með forsvars- mönnum heilbrigðiskerfisins til að ræða „hreinskilnislega um hvernig best sé að fjalla með ábyrgum og yfirveguðum hætti um heilbrigðis- mál, þjónustunni til framdráttar, og hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar sem oft eru settar fram í mikilli reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni í fjölmiðlum.“ gar@frettabladid.is Geðlæknir vill koma böndum á fjölmiðla Leiðarahöfundur Læknablaðsins vill að ritstjórar og ábyrgðarmenn fjölmiðla ræði við forsvarsmenn heilbrigðiskerfisins um hvernig fjalla eigi um heilbrigðis- mál og hvernig megi koma í veg fyrir að lýsingar séu settar fram í geðshræringu. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns FULLVELDISKAKAN Fréttaflutningur af þessu tagi er einnig líklegur til að valda heil- brigðisstarfsfólki miklu hugarangri og vanlíðan. Magnús Haraldsson, leiðarahöfundur Læknablaðsins Á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi í verkfalli árið 2016. FréttabLaðið/Ernir viðskipti „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara,“ segir í yfirlýsingu frá Klúbbi matreiðslumeistara sem nú hefur aftur tekið upp samstarf við Arnarlax. Uppnám varð meðal liðsmanna kokkalandsliðsins fyrir tæpum tveimur mánuðum vegna samstarfs- samnings sem Klúbbur matreiðslu- manna gerði við Arnarlax. Í yfirlýsingu frá fjórtán með- limum kokkalandsliðsins sagði um sjókvíaeldi á laxi að það væri „ógn við villta lax- og silungastofna“ og hefði „margvísleg neikvæð um- hverfis áhrif á lífríki Íslands“ og kvaðst hópurinn draga sig út úr landsliðinu að svo stöddu. „Meðlimir kokkalandsliðsins hafa gefið það út að nota eingöngu afurð- ir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og þar með vilja meðlimir ekki taka þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti,“ sögðu kokkarnir. Klúbbur matreiðslumeistara hélt nýlega félagsfund þar sem þessi atburðarás var rædd. „Var það vilji fundarmanna að ná sáttum við Arnarlax og ganga báðir aðilar nú sáttir frá borði. Klúbbur matreiðslu- meistara harmar að Arnarlax hafi orðið fyrir ósanngjarnri gagnrýni vegna málsins.“ – gar Kokkar sættast við Arnarlax Gengið frá samningi á sínum tíma. viðskipti Sjón- varp Símans er nú í samninga- viðræðum við forsvarsmenn ensku úrvalsdeildar- innar í fótbolta um sjónvarpsréttinn á deildinni eftir að hafa yfirboðið Sýn með ofurtilboði, en þetta stað- festi Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu hjá Símanum, í samtali við Fréttablaðið í gær. Magnús tekur fram að hann megi ekki tjá sig efnislega um gang við- ræðna. „Við erum skuldbundnir til að tjá okkur ekki efnislega um við- ræðurnar en þær ganga vel.“ Enska úrvalsdeildin hefur undan- farin ár verið sýnd á Stöð 2 sport, í eigu Sýnar. Í tilkynningu frá Sýn kemur fram að ofurtilboð hafi ráðið úrslitum en vitnað er í Björn Víglundsson, framkvæmdastjóra Sýnar. – oæg Enski boltinn fer til Símans Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhenti í gær Hönnunarverðlaun Íslands fyrir árið 2018 á Kjarvalsstöðum. Verðlaunin féllu í hlut Basalt arkitekta þetta árið og voru sigurvegararnir ánægðir með gripinn og milljón króna styrkinn sem honum fylgdi. Þetta var í fimmta skipti sem verðlaunin eru afhent en Hönnunarmiðstöð Íslands, sem veitir verðlaunin, fagnar að auki tíu ára afmæli í ár. FréttabLaðið/SiGtryGGur ari 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -1 8 1 0 2 1 4 6 -1 6 D 4 2 1 4 6 -1 5 9 8 2 1 4 6 -1 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.