Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 12

Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 12
Við höfum afhent fyrstu sendinguna af 2019 árgerð Mitsubishi Outlander PHEV og óskum nýjum eigendum til hamingju. Outlander PHEV er langvinsælasti bíllinn á Íslandi, enda sameinar hann flestar óskir bíleigenda í einum bíl. Umhverfisvænn rafbíll, rúmgóður jepplingur og öruggur fjórhjóladrifsbíll. Nýr Outlander PHEV er með enn skarpara útlit, lengri akstursdrægni og meira afl, en er þó sparneytnari og umhverfisvænni en nokkru sinni fyrr. Það kemur ekki á óvart að fyrsta sendingin seldist upp. Nú er ný sending væntanleg og því kjörið tækifæri að stökkva á vagninn og panta nýjan Mitsubishi Outlander PHEV. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum TIL HAMINGJU! NÝR BlizzCon, ráðstefna og hátíð banda­ ríska tölvuleikjaframleiðandans Blizzard, hófst í gær og stendur yfir um helgina. Þótt margir muni fylgjast með kynningum nýrra leikja og uppfærslna meðan á hátíðinni stendur renna trúlega fleiri hýru auga til eiginlegrar tímavélar sem Blizzard kynnti á síðasta ári og býður áhugasömum loks að stíga inn í í prufuskyni um helgina. Ráðstefnugestir og handhafar stafræns aðgöngumiða geta nefni­ lega prófað leikinn World of War­ craft Classic um helgina og á næstu dögum. Um er að ræða World of Warcraft í sinni upprunalegu, fjór­ tán ára gömlu mynd en leikurinn hefur tekið miklum breytingum með fjölmörgum aukapökkum frá útgáfu. Þannig má sjá fyrir sér að tölvuleikjaáhugafólk sem var á tán­ ingsaldri þegar leikurinn kom út, en er nú jafnvel komið með fjölskyldu og hús, geti upplifað ævintýri for­ tíðarinnar á ný. Lengi hafði verið þrýst á Blizzard að bjóða upp á þennan möguleika þangað til verkefnið var loks kynnt á BlizzCon í fyrra. Fjölmargar ólög­ legar sjóræningjaútgáfur leiksins hafa sprottið upp á netinu og hefur Blizzard reglulega farið fram á lokun þeirra við litla hrifningu þeirra sem haldnir eru einna mestri fortíðar­ þrá. Það vakti misjafna lukku í vik­ unni þegar tilkynnt var um að tak­ markanir væru á spilatíma núna þegar leikmenn fá að prófa World of War craft Classic. Ekki er hægt að spila í nema klukkutíma í senn en leikurinn í heild kemur út næsta sumar. – þea Hverfa aftur til fortíðar Tækni Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einka­ skilaboð 81.000 Facebook­notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rúss­ landi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvu­ þrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í sept­ ember þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skila­ boðum 120 milljóna Facebook­not­ enda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvu­ þrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfir­ völdum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi sam­ félagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafrafram­ leiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna. thorgnyr@frettabladid.is Enn eitt hneykslið hjá Facebook komið upp Þótt þessi mynd sé sviðsett er vandamálið raunverulegt. Nordicphotos/getty Tölvuþrjótar selja einka- skilaboð tugþúsunda notenda. Segjast reynd- ar vera með skilaboð 120 milljóna notenda miðilsins en BBC dregur þá tölu í efa. Málið ekki sagt tengjast Cambridge Analytica hneykslinu né öryggisbresti septem- bermánaðar. Þessi hefur kannski áhuga á því að spila gamla útgáfu WoW. Nordicphotos/AFp 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -3 A A 0 2 1 4 6 -3 9 6 4 2 1 4 6 -3 8 2 8 2 1 4 6 -3 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.