Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 16

Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomn- um vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar til- kynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Ég uppfærði stýrikerfið á símanum mínum í vik-unni. Slíkt væri vart í frásögur færandi ef ekki hefði hrikt í stoðum sjálfsmyndar minnar í kjölfarið. Um síðustu helgi var eiginmaðurinn sendur í útlegð út á róló með grislingana tvo á meðan móðirin var heima og kláraði að skrifa bók. Einbeitingin var rofin þegar vídjó barst frá róluvellinum. Ég teygði mig í sím- ann. Eiginmaðurinn hafði fest á myndband augnablikið þegar tveggja ára sonur okkar fékk sig svo fullsaddan af því að pabbi hans héngi á internetinu alla rólóferðina að hann arkaði upp að pabbanum, sló í buxnavasa hans og orgaði: „Inn í hér, inn í hér.“ Hann vildi að pabbinn setti símann í vasann. Þar sem ég sat í mjúkum skrifborðsstól, með heitt kaffi og hlustaði á regnið bylja á glugganum var auðvelt að halda uppeldis-kvarðanum í útópískum hæðum. „Hangir þú bara í símanum?“ skrifaði ég regnvotum karlinum til baka. „Ertu ekkert að tala við þau? Mynda tengsl? Eiga við þau uppbyggileg samtöl um margföld- unartöfluna; útskýra fyrir þeim hvers vegna himinninn er blár; kenna þeim að lemja frá sér án þess að hinir full- orðnu sjái til?“ Engin svör bárust en ég hef eiginmann- inn grunaðan um að hafa eytt mér af WhatsApp. Tæknilegar syndir Ég hef löngum stært mig af því að vera ekki símakona. Þegar ég endurnýja farsímann felst það iðulega í því að ég tek við gamla síma eiginmannsins þegar hann fær sér nýjan. Símaáskrift mín inniheldur lítið gagnamagn, örfáar innifaldar mínútur – en ótakmarkaðan fjölda af SMS-skilaboðum sem símafyrirtæki virðast eiga jafn- erfitt með að koma út og hamborgarhryggjum í janúar. Ástæða þess að ég er ekki með nefið ofan í símanum hverja stund er þó ekki sú að ég sé svo dyggðug heldur einfaldlega að ég sit við tölvu allan daginn þar sem ég drýgi mínar tæknilegu syndir. Missi ég einbeitinguna eitt andartak í vinnunni öðlast fingur mínir sjálfstæðan vilja og skyndilega blasir Facebook við mér á tölvu- skjánum; strandi ég í verkefni leita ég lausna í myndum af flekklausum brosum og filteruðum veruleika á Instagram. Með nýja stýrikerfinu á símanum mínum fylgdi þjónusta sem mælir hvað ég nota símann minn mikið. Í ljós kom að þvert á sjálfsmynd mína er ég síma- kona. Þrátt fyrir að sitja við tölvuskjá í átta til tíu tíma á dag tókst mér engu að síður að eyða einni og hálfri klukkustund að meðaltali í símanum á dag. Mælingar sýna að ég gríp símann á lofti að meðaltali 74 sinnum á dag; 524 sinnum í viku. Síminn minn pípir 522 sinnum á viku. Ég fæ 220 skilaboð á WhatsApp, 31 á Facebook, 26 á Snapchat. Ég er með myndavélina á lofti í 37 mínútur á viku. Ég skoða eigin ljósmyndir í 26 mínútur. Tími í gíslingu Á morgun stendur Barnaheill fyrir símalausum sunnu- degi. Er átakinu ætlað að vekja fólk til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar en rannsóknir gefa til kynna að snjallsímanotkun for- eldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjall- símanotkunar. Nútímafólk þjáist af krónískum tímaskorti. Það er svo ótalmargt sem okkur langar til að gera en komumst ekki yfir í annríki hversdagsins. Ég hef til dæmis ekki horft á heila bíómynd í sjónvarpinu síðan sonur minn fæddist fyrir tveimur árum. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma. Eða það hélt ég. Á morgun ætla ég að hafa slökkt á símanum mínum. Ég ætla að gera það fyrir grislingana tvo sem munu eiga athygli mína óskipta er þeir rífast um hvort fær að leika sér að tómri klósettrúllu á meðan barnaherbergi stútfullt af leikföngum stendur óhreyft. En ég ætla líka að gera það fyrir sjálfa mig. Því mælingar sýna að ég hef eina og hálfa klukkustund aflögu á degi hverjum. Ég ætla að endurheimta frítíma minn úr gíslingu farsímans og horfa á bíómynd. Hvað er miklu af tíma þínum haldið í gíslingu? 524 sinnum í viku Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Iceland- air. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálk- ur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu nei- kvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Iceland- air, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkis- stjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnu- lífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyf- ingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakn- inginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa inn- fluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Gamla gengið í Fríkirkjunni í Reykjavík Helg eru jól Jólatónleikar til styrktar Kvenlækningadeild 21A, fimmtudaginn 6. desember kl. 12 Flytjendur: Valgerður Guðnadóttir, sópran | Nathalía Druzin Halldórsdóttir, mezzosópran Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi | Kvennakórinn Concordia Hljómsveit: Lilja Eggertsdóttir, píanó | Pamela De Sensi, þverflauta | Chrissie Guðmundsdóttir, fiðla Íris Dögg Gísladóttir, fiðla | Vigdís Másdóttir, fiðla | Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló Þorgrímur Jónsson, kontrabassi Miðasala á tix.is og við innganginn | Miðaverð 2500.- 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -1 3 2 0 2 1 4 6 -1 1 E 4 2 1 4 6 -1 0 A 8 2 1 4 6 -0 F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.