Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 28
Vinalega verslunarmiðstöðin í miðbæ Hafnarfjarðar MIÐ – LAU 3. nóv.31. okt. TaxFree er 19,35% afsláttur Að sjálfsögðu fær Ríkissjóður sinn VSK. Leikfangaland er 3 ára og gefur því öllum krökkum nammipoka og andlitsmálun. Afmæli bókinni eru vitnisburðir fólks sem Þóra Kristín hefur talað við. Þeirra á meðal er Kristinn Kristinsson, félagsmálastjóri í Ölfusi. „Það er fjarstæðukennt að ætla að hjón í Þorlákshöfn hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að ættleiða stálpað barn frá Indlandi sem þau höfðu aldrei séð áður og fá sent nánast í pósti til landsins. Sagt er að það hafi verið þrýst á þau að gera þetta. Þau eru að öllum líkindum jafnmikil fórnarlömb í þessu og Hasim sjálfur,“ er haft eftir Kristni í bókinni. Fólk er skuldbundið til að ganga frá ættleiðingu gangi það til hennar. Í yfirlýsingu fósturforeldra hans segir að þau lýsi yfir eindregnum vilja til að ættleiða Hasim ekki. Þá segist þau ekki óska eftir neinum félagslegum eða lagalegum tengsl- um við hann. Öll skjöl um Hasim hurfu „Atburðarásin sem fór af stað var harðneskjuleg,“ segir Þóra Kristín. „Þegar ættleiðingin er ógilt fer Hasim í umsjá barnaverndarnefnd- ar Ölfushrepps sem fer þá með for- ræði hans. Hvorki dómsmálaráðu- neytið né Íslensk ættleiðing hafa viljað bera ábyrgð á stöðu Hasims,“ segir Þóra Kristín og segir það fljótt hafa komið í ljós að þeir voru margir sem vildu ekki ræða málefni hans. „Margir vildu ekki ræða mál Hasims og reyndu einnig að koma í veg fyrir að bókin kæmi út. Til dæmis hurfu öll skjöl um Hasim úr skjalageymslu Ölfushrepps. Þegar hann loksins mátti fá þau afhent, þá voru þau bara horfin. Það voru sko ekki allir á því að þessi saga yrði sögð,“ leggur Þóra Kristín áherslu á. „En okkur fannst það nauðsyn- legt því saga Hasims á mikið erindi í dag,“ segir hún. „Öll þessi flóttabörn sem eru á vergangi í heiminum. Við höfum ekki skilning á því að það er ekki hægt að leggja allt á börn. Það er mýta að þau aðlagist fljótt og gleymi erfiðleikum sínum. Við verðum að vanda okkur þegar við tökum á móti þeim og reyna að skilja hvaðan þau koma og úr hvaða aðstæðum, það er ekki bara hægt að skila þeim þegar illa gengur,“ segir Þóra Kristín. Hún segir að eftir að hafa kynnst Hasim finnist henni enn nöturlegra að hugsa til þeirra barna sem komi til Íslands á flótta undan stríði og öðrum hörmungum. „Þessi börn eru kannski mánuðum eða árum saman í skóla á Íslandi, að strita við að ná fótfestu, læra framandi tungumál og eignast vini. Þá koma einhverjir kerfiskallar og -kellingar og ákveða með einu pennastriki að flytja þau út í skjóli nætur og henda þeim í yfirfullar flóttamannabúðir. Það gæti orðið erfitt að glíma við reiði og sárindi þessara barna síðar meir þegar þau verða fullorðnir ein- staklingar.“ Fékk skjól hjá kennurum Hasim segir skólastjórnendur og kennara hafa reynst sér vel á Íslandi. „Gæfa mín var hversu gott fólk var í skólanum í Þorlákshöfn og svo seinna í Austurbæjarskóla,“ segir hann frá. „Kennarar í Þorlákshöfn tóku Hasim í fóstur. Þeim þótti vænt um hann og þegar fósturforeldrar hans vildu hann burt af heimilinu, þá fékk hann skjól hjá þeim,“ segir Þóra Kristín. „Það gekk svo reyndar ekki lengur að hann byggi í Þorláks- höfn, það var of erfitt fyrir hann,“ segir hún frá. „Seinna varð hann svo aftur heppinn þegar skólastjórn- endur og kennarar í Austurbæjar- skóla tóku hann að vissu leyti undir sinn verndarvæng. Þó að þá hafi hann þurft að búa einn í herbergi hér í Reykjavík. Innan um vega- lausa. Það var þá sem ég hitti hann Hasim, þegar hann gekk í Austur- bæjarskóla.“ Hasim segist hafa vitað að Þóra Kristín væri blaðakona og vildi segja henni sögu sína. „Mér leið svo hræðilega illa með þetta allt saman og vildi held ég einhvern veginn losna við þetta allt saman,“ segir hann. Eins og eldspúandi dreki „Hann var í bekk með syni vin- konu minnar. Hann var svo rosa- lega reiður, mér fannst hann eins og lítill, svarthærður eldspúandi dreki. Hann var svo reiður að hann lyftist frá jörðinni þegar hann tal- aði. Ég sá að hann var ofboðslega sært barn,“ segir Þóra Kristín sem segist þá hafa hugsað sér að skrifa með honum unglingabók, það hafi hins vegar þurft að líða lengri tími. Það hafi verið of erfitt að ná til hans þarna og málið of viðkvæmt. „Fyrir tæpu ári leiddi ég hugann að því hver örlög hans hefðu orðið, hafði upp á honum og við fórum að ræða saman,“ segir Þóra Kristín sem tal- aði auk þess við fjölda annars fólks sem kom að málum og studdist við þær skriflegu heimildir sem voru tiltækar. Í Reykjavík bjó Hasim á nokkrum stöðum. Til dæmis í athvarfi fyrir vegalausa unglinga í miðborginni. „Um tíma var hann í herbergi í Mjölnisholti þar sem bjuggu rónar við hliðina á honum. Þar bjó hann á meðan hann sótti tíma í Austur- bæjarskóla. Hann borðaði núðlur úr Bónus og þurfti að bjarga sér á allan hátt,“ segir hún. „Hann lendir í því að verða svolítill götustrákur í Reykjavík. Verður sveitarómagi hjá Ölfushreppi og býr aleinn í leigu- herbergi í Reykjavík.“ Einmana og reiður Hvernig getur svona gerst? Varðar þetta ekki lög? „Þetta er harðneskjulegt. Það voru margir sem vissu þetta og sáu þetta. En kennarar bæði í Þorlákshöfn og svo í Austurbæjarskóla höfðu auga með honum sem var bót í máli,“ segir Þóra Kristín frá og á við Guð- mund Sighvatsson skólastjóra og Nínu Magnúsdóttur kennara. Þá var félagsmálafulltrúi Ölfushrepps einnig í sambandi við hann. „Ég mætti oft í skólann án nestis og ekki tilbúinn. Þá sagði hann Guð- mundur: Komdu hingað, Hasim minn. Og hjálpaði mér. Þau studdu við mig þegar ég átti engan að. Þegar ég lét ófriðlega í skólanum var ég sendur til hans. Hann tók á móti mér, auðvitað skammaði hann mig. En hann gerði það af alúð þannig að ég fann að ég gat áfram treyst á hann,“ segir Hasim. Hann segist hafa verið ákaflega einmana. Og reiður. „Ég hélt ég væri að hefja nýtt líf þegar ég kom til Íslands. Ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur framar. Á sama tíma var ég enn að hugsa til Indlands og þess lífs sem ég átti þar. Ég var rótlaus, reiður og treysti engum,“ segir Hasim. „Hann varð alltaf reiðari og reiðari, það varð sífellt erfiðara að hjálpa honum,“ segir Þóra Kristín. „Þetta er ekki alveg að baki þótt ég lifi góðu lífi í dag. Ég fæ enn mar- tröð þar sem ég er einn í herbergi þar sem rónarnir eru allt í kringum mig. Jólin voru erfiðust. Þá er tími fjölskyldunnar og þá voru allir uppteknir,“ segir Hasim. „Ef ég vildi hitta einhvern þá var það kannski ekki hægt. Og þegar það var frí í skólum og svona. Mér fannst það erfitt,“ segir hann. Tekur föðurhlutverkið alvarlega „En svo kynnist hann stúlku og fjöl- skylda hennar býður hann velkom- inn í þeirra líf. Þau reyndust honum ákaflega vel,“ segir Þóra Kristín. Þá átti hann góða vini eins og lögreglu- mann í Reykjavík sem var tilsjónar- maður á sambýlinu þar sem hann bjó. Hann tók Hasim undir sinn verndarvæng og hefur alltaf verið til taks að hennar sögn. „Ég á íslenskan son. Hann er átján ára og býr með móður sinni á Akur- eyri. Ég er þakklátur þeim, ég treysti þeim vel og veit að hann hefur það gott. Ég tek föðurhlutverkið alvarlega. Ég reyni að veita börnum mínum það sem ég fékk aldrei. Öryggi. Ég fæ að vísa þeim rétta leið og finnst ég heppinn.“ Hasim er hér fyrir miðju með mömmu sinni á Indlandi, bróður og frænda. Myndin er tekin skömmu áður en hann var settur í lestina til Kalkútta. Hann var bara sex ára gamall og grét í lestinni. Hann endaði á barnaheimili í borginni. Um tíma var hann í herbergi í mjölnisholti þar sem bjUggU rónar við hliðina á honUm. 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -4 4 8 0 2 1 4 6 -4 3 4 4 2 1 4 6 -4 2 0 8 2 1 4 6 -4 0 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.