Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 76

Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 76
Hatari eru frábærir á tón- leikum segir Sawako Nevin. Þessir strákar eiga eftir að verða stórt nafn! Móheiður Guðmundsdóttir yfirmaður miðasölu l Av Av Av – ég er mjög spennt að sjá þessa dönsku stráka á sviði. l Alma – súper svalur poppari frá Finnlandi. l Jimothy Lacoste – ég fékk góða ábendingu frá Önnu vinkonu minni varðandi þennan unga breska rappara. Sawako Nevin tengiliður viðskiptaaðila l Hatari – þeir eru svo frábærir á tónleikum. l Fufanu – af því þeir eru svo sætir! l Trupa Trupa – skemmtileg og rokkskotin tónlist frá Póllandi. Hverju mæla starfsmenn með? Natalie Prass vakti mikla athygli með fyrstu plötu sinni sem kom út 2015. Leigh Lust hóf ferilinn sem tónlistarstjóri WNYU útvarps-stöðvarinnar á 9. áratugnum og hefur unnið hjá nokkrum stórum útgáfufyrirtækjum, Capi- tol Records, Elektra Records og Atlantic Records, í gegnum tíðina. Hann hefur starfað með þekktum listamönnum á borð við Butthole Surfers, Blind Melon og Stereolab, ásamt mörgum öðrum, en seinna á ferlinum uppgötvaði hann sveitir eins og The Avalanches, Sixpence None the Richer, Jet og Halestorm og gerði við þær plötusamning. Nú er hann yfirmaður í þróunar- deild PledgeMusic, þar sem hann hefur unnið með listamönnum eins og The Flaming Lips, Jose Gonzalez, Chvrches og mörgum fleiri. Í ár er Leigh að koma á Airwaves í átjánda sinn og gestir hátíðarinnar geta fylgst með honum taka viðtal við tónlistarsérfræðinginn Bob Lefsetz á CenterHotel Plaza, föstudaginn 9. nóvember. Hluti af hátíðinni frá byrjun „Árið 1999 var ég í sjö manna hópi stjórnenda úr tónlistariðnaðinum sem var fenginn til Íslands til að athuga hvort hljómsveitin Dead Sea Apple gæti náð velgengni erlendis,“ segir Leigh. „Það var farið með okkur til Akureyrar á tónleika og þar spiluðu Dead Sea Apple, Toy Machine og Carpet, en þessar hljómsveitir eru einmitt allar að fara að spila aftur saman á 20 ára afmælistónleikum núna í ár. Við vorum öll mjög hrifin. Með okkur var meðal annars yfirmaður hjá EMI-útgáfufyrirtækinu og Magnús Stephensen, yfirmaður markaðsmála hjá Icelandair í Bandaríkjunum. Þeir fóru að velta fyrir sér hvort það væri ekki tilefni til að reyna að halda heila tón- listarhátíð,“ segir Leigh. „Magnús reddaði svo flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli og bókaði nokkrar sveitir, meðal annars GusGus og Thievery Corporation, og þannig fæddist fyrsta Airwaves-hátíðin. Af því að ég var hluti af þessum fyrsta hóp hefur mér alltaf liðið eins og ég sé hluti af hátíðinni,“ segir Leigh. „Framan af hjálpaði ég líka skipuleggjendum hátíðarinnar með því að benda þeim á og koma þeim í samband við listamenn í Bandaríkjunum sem voru að vekja athygli. Ég var hálfgerður ráðgjafi hátíðarinnar og það var mjög spennandi að finnast maður vera hluti af þessu.“ Margt sem heillar á Airwaves Leigh kemur aftur og aftur af ýmsum ástæðum. „Þetta er uppá- haldstónlistarhátíðin mín og ég hef farið á margar. Það er ótrúlega mikið af hæfileikaríkum listamönn- um, ég elska landið og það er frá- bært að hitta aftur alla vinina sem maður sér alltaf á Airwaves,“ segir Leigh. „Svo sér maður líka svo mikið af fjölbreyttri og frábærri tónlist, bæði íslenskri og annars staðar frá. Það er líka frábært að geta sökkt sér í tónlist frá mörgum lítt þekktum og upprennandi listamönnum og uppgötva fullt af nýrri tónlist. Það endurvekur ástríðu mína fyrir tón- list að mörgu leyti. Borgin er líka svo lítil og það er svo stutt á milli tónleikastaða að maður getur séð 3-4 hljómsveitir á klukkustund ef maður vill ganga á milli tónleika,“ segir Leigh. „Ég reyni að sjá eins mikið og ég get, finna það sem mér líkar og kafa dýpra seinna. Það skemmir heldur ekki fyrir að geta horft á norður- ljósin á leiðinni á milli tónleika- staða.“ Leigh segir það ótrúlegt að sjá hvernig allar mögulegar tegundir af tónlist koma frá landi sem hefur færri íbúa en margar borgir í Bandaríkjunum. „Oft eru ákveðnar stefnur ráðandi í heilu borgunum í Bandaríkjunum,“ segir hann. „En á Íslandi er ekkert eitt íslenskt „sánd“.“ Spenntur fyrir mörgu í ár Í ár hlakkar Leigh til að sjá nýjar erlendar sveitir og hvernig þær íslensku hafa þróast á milli ára. „Ég er hrifinn af Fufanu og Sturlu Atlas og hlakka til að heyra nýju lögin þeirra,“ segir Leigh. „En það sem ég er spenntastur fyrir er að sjá sveitir sem ég hef aldrei heyrt um og upp- götva glænýja íslenska tónlistar- menn fyrir slysni. Á Airwaves finn ég oft alveg fyrir tilviljun eitthvað sem heillar mig upp úr skónum og ég elska það. Á hátíðinni í ár ætlar Leigh að taka viðtal við Bob Lefsetz, sér- fræðing í tónlistariðnaðinum og gagnrýnanda, sem er höfundur „The Lefsetz Letter“, sem er mjög vinsælt og áhrifamikið blogg um tónlist. „Ég veit ekki alveg hvað við munum ræða. Viðtöl við hann eiga það til að öðlast sjálfstætt líf. En hann var talsmaður streymi- þjónustu mjög snemma og mig langar að vita hverju hann spáir varðandi framtíð streymiþjónustu og hvort hann haldi að eitthvað komi í staðinn fyrir þá tækni,“ segir Leigh. „Mig langar líka mikið að vita hvernig hann byggði upp fyrirtækið sitt með tímanum og hvernig það er að hitta goðin sín og þau þekkja þig. Það er margt sem mig langar að ræða við hann og það á örugglega ýmislegt óvænt eftir að koma upp. Þetta verður áhugavert spjall og ég er mjög spenntur. Ég hlakka líka til að sjá í hvaða átt nýja skipulagsteymið tekur hátíðina í ár,“ segir Leigh. „Allir skipuleggjendurnir hafa sett sitt mark á Airwaves og ég er mjög for- vitinn að sjá hvað Sena gerir.“ Airwaves endurvekur ástríðuna Leigh Lust hefur einstaka og djúpa reynslu af tónlistarbransanum og hefur verið viðriðinn Airwaves-hátíð- ina allt frá byrjun. Það er margt sem heillar hann við hátíðina og hann er spenntur fyrir átjándu heimsókninni. Leigh Lust hefur verið viðriðinn Iceland Airwaves í langan tíma, eða frá því áður en fyrsta hátíðin fór fram í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli árið 1999. GusGus var ein af sveitunum sem léku á allra fyrstu hátíðinni. MYND/HARI Leigh Lust er gríðarlega spenntur fyrir átjándu heimsókn sinni á Airwaves. Hann vonast til að kynnast miklu af nýrri og skemmtilegri tón- list og nýtur þess alltaf að koma til Íslands. MYND/ICELANDAIRWAVES Leigh er spenntur að sjá hvernig Fufanu hefur þróast. NORDICPHOTOS/GETTY Anna Ásthildur kynningarstjóri l Snail Mail – frábær rokkgella, frábær lög. l Soccer Mommy – plata hennar Clean er frábær. l Blood Orange – ég hef lengi verið aðdáandi og get ekki beðið eftir því að sjá hann á sviði. Will Larnach-Jones rekstrar- og markaðsstjóri l Aurora – ég hlakka mikið til að sjá hana aftur á Íslandi l Hugar – þessir strákar eiga eftir að verða stórt nafn! l Natalie Prass – ég elska þessa afslöppuðu og svölu popptónlist. 10 ICELAND AIRWAVES 3 . N óV E M b E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 4 6 -8 9 A 0 2 1 4 6 -8 8 6 4 2 1 4 6 -8 7 2 8 2 1 4 6 -8 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.