Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 94
Bækur
Þetta breytir öllu: kapítalisminn
gegn loftslaginu
HHHHH
Höfundur: Naomi Klein
Þýðing: Jóhannes Ólafsson
Útgefandi: Salka
Þetta breytir öllu: Kapítalisminn
gegn loftslaginu, snilldarverk
Naomi Klein frá árinu 2014 um
loftslagsbreytingar og þær stór-
felldu pólitísku, efnahagslegu og
félagslegu áskoranir sem fylgja
þeim, er loks komin út í íslenskri
þýðingu.
Í bókinni vefur Klein saman frá-
sagnir og upplifun einstaklinga vítt
og breitt um það hvernig gegndar-
laus neysluhyggja, skyndigróði og
vafasamir viðskiptahættir stór-
fyrirtækja og þjóðríkja hafa stefnt
loftslagi Jarðarinnar í voða. Þetta
breytir öllu er með eindæmum yfir-
gripsmikið verk, bæði hvað varðar
hin margflóknu loftslagsvísindi og
það hvernig breytingar á loftslagi
plánetunnar – sem við nú þegar
finnum fyrir – hafa verið knúnar
áfram af óseðjandi hungri nýfrjáls-
hyggjunnar. Þannig kveður sannar-
lega við kunnuglegan tón hjá Klein
í Þetta breytir öllu.
Allir þeir sem skrifa um loftslags-
málin vita hversu vandasamt það
getur reynst að vekja áhuga fólks á
málaflokknum. Í raun er ástæðan
einföld. Fregnir af loftslagsbreyt-
ingum eru iðulega á þann veg að öll
von sé úti; að heimsendir sé í nánd.
Klein minnist þess hvernig hún
sjálf féll í flokk „afneitunarsinna“
með því að leiða hjá sér vandamál
loftslagsbreytinga með andvaraleysi
eða þeirri afvegaleiddu sannfæringu
að tækninýjungar muni leysa öll
vandamál okkar. Þetta gerir ferðalag
Klein inn í heim loftslagsmálanna
aðgengilegt flestum. Einkar lagleg
íslenskun Jóhann-
esar Ólafssonar á
oft flóknum texta
og framandi hug-
tökum gerir Þetta
breytir öllu að frá-
bærum upphafs-
punkti fyrir þá
sem vilja sökkva
sér í umhverfis-
vísindin.
Klein minnir
lesandann ítrekað
á að enn er hægt
að bregðast við og
milda áhrif lofts-
l a g s b r e y t i n g a .
Ljóst er að sú hraða
breyting sem þarf
að eiga sér stað í
samfélagi mannanna verður ekki
framkölluð á forsendum þeirrar
hugmyndafræði sem verið hefur við
lýði á Vesturlöndum undanfarna
áratugi. Það sem þarf til, að mati
Klein, er að fólk hópi sig saman og
berjist í sameiningu
f y r i r ra u nve r u -
legum aðgerðum.
Umfram allt verður
að koma böndum
á stórfellda losun
stórfyrirtækja á
g r ó ð u r h ú s a l o f t-
tegundum, þá sér-
st a k l e g a þ e i r ra
100 fyrirtækja sem
bera ábyrgð á 70
prósentum af allri
heimslosun síðan
1988.
Þrátt fyrir gagn-
rýni sína er Þetta
breytir öllu ekki
lofgerð til hug-
myndafræði sósí-
alisma. Gildi kapítalisma eru ekki
á förum, og Klein er meðvituð um
það. Þannig er undirtitill bókarinn-
ar, Kapítalisminn gegn loftslaginu,
að vissu leyti óheppilegur. Nálgun
Klein er frekar sú að varpa ljósi á
það hvernig gildi kapítalismans
hafa verið afskræmd og keyrð út í
öfgar. Fylgifiskur þeirrar þróunar
er endurtekinn veldisvöxtur í losun
gróðurhúsalofttegunda. Mannkyn
var löngu byrjað að umturna nátt-
úrulegum ferlum Jarðarinnar áður
en kapítalisminn eins og við þekkj-
um hann kom fram á sjónarsviðið.
Það sem Klein hvetur lesandann
til að gera er að horfast í augu við
staðreyndir og að krefjast þess að
gripið verði til beinna aðgerða hið
snarasta. Því baráttan við loftslags-
breytingar snýst ekki um að bjarga
Jörðinni. Hún mun spjara sig.
Baráttan snýst um að tryggja þann
rétt komandi kynslóða að þær fái í
vöggugjöf loforð um sömu tækifæri
og við fengum.
Kjartan Hreinn Njálsson
Niðurstaða: Tímamótaverk. Inn-
blásin frásögn af því hvernig græðgi
og skammsýni mannsins hefur
stefnt samfélagi Jarðarbúa í hættu.
Ekkert er óumflýjanlegt
Sýningin fjallar í raun um það hvernig bók verður til – bók um fjöllista-manninn Örn Inga sem var ósmeykur við að vera öðruvísi en aðrir,“ segir
Halldóra Arnardóttir listfræðingur
um viðburðinn Lífið er LEIK-fimi//
Life’s PLAY-fullness sem hefst í
Listasafninu á Akureyri klukkan
þrjú í dag. Þar er um gjörning að
ræða sem felst í rannsóknum á
því mikla og fjölbreytta framlagi
til listarinnar sem Örn Ingi Gísla-
son lét eftir sig, bæði í föstu formi
og frásögnum fólks. Úr þeim efni-
viði ætlar Halldóra að vinna bók á
næstu vikum. Hún er bæði í hlut-
verki dóttur og sýningarstjóra og
eiginmaður hennar, Javier Sánchez
Merina arkitekt, er hönnuður sýn-
ingarinnar.
„Þessi sýning hefur verið í bígerð
síðan 2016. Erni Inga var boðið að
halda hana og dagsetningarnar
standa. Hann ætlaði náttúrlega
vera meðal okkar sem þátttakandi
en dó fyrir rúmu ári þannig að við
hjónin tökum við keflinu,“ segir
Halldóra sem hefur búið á Spáni
síðustu þrjá áratugi. „Pabbi vildi
hafa Javier með í ráðum, var sjálfur
ekki búinn að skipuleggja neitt
eða gera lista yfir verk sín og það
er Javier sem á hugmyndina að því
að setja ekki upp venjulega sýningu
heldur rannsóknarverkefni og búa
til úr því bók, meðan á sýningu
stendur, því Örn Ingi var þekktur
fyrir gjörninga og ýmsar uppákom-
ur. Þetta verður því þriggja mánaða
gjörningur sem byrjar núna um
helgina og endar 27. janúar með
kynningu á bókinni,“ lýsir Hall-
dóra sem kveðst verða á staðnum
allan tímann, lokuð inni við sitt
skrifborð!
Það sem gestir sjá í dag, 3. nóv-
ember, er haugur af fjársjóðs-
kössum sem smátt og smátt verður
tínt upp úr, að sögn Halldóru. Hún
ætlar að hefjast handa strax, ásamt
fyrrverandi nemendum Arnar Inga,
við að skrásetja myndir, sortéra
og hengja upp. Net er á veggjum
og fullt af krókum svo auðvelt er
að breyta. „Safnið breytist í rann-
sóknarstofu, við verðum íklædd
hvítum sloppum og með hanska.
Einnig koma margir samferða-
menn föður míns með innlegg,“
segir hún. „Þannig verður það af og
til og engir tveir dagar verða eins.“
Halldóra segir einn gjörning
föður síns verða endurvakinn nú á
opnuninni. „Hann er innblásinn af
gjörningi frá 1979-80, með fólki frá
Reykjavík og Sviss og fyrrverandi
nemendum. Svo verður gjörn-
ingahátíð eftir viku, þá frumflytur
Þórarinn Stefánsson píanóleikari
tónverk sem Kolbeinn Bjarna-
son samdi í tilefni sýningarinnar.
Seinna verður námskeið í forvörslu,
málþing um skólamál og myndlist
og líka innlegg frá Hólmavík.“
Dagskráin verður síbreytileg
enda um mikið púður að ræða,
að sögn Halldóru. „Pabbi var oft í
útvarpinu og hér verður sérstakur
sími við hlið hægindastóls, þar
getur fólk hlustað á pabba meðan
það horfir á mig vinna,“ tekur hún
sem dæmi og hlær. „Svo verður
sjónvarpsefni og kvikmyndir á
skjáum, bæði klippt og óklippt efni.
Þetta er stór sýning, hún teygir sig
um fimm sali safnsins.“
Sýningin er opin alla daga næstu
þrjá mánuði milli klukkan 12 og 17
og Halldóra hvetur fólk til að líta
við sem oftast.
Safnið breytist í rannsóknarstofu
Yfirlitssýning á verkum eftir Örn Inga Gíslason fjöllistamann (1945-2017) verður opnuð í dag í Listasafn-
inu á Akureyri. Hún nefnist Lífið er LEIK-fimi//Life’s PLAY-fullness og verður gjörningur í anda hans.
Hinn tilkomumikli tannlæknastóll
Arnar Inga er á staðnum.
Örn Ingi ætlaði að halda sýningu á
þessum tíma en var kallaður annað.
Fjársjóðskassar verða það fyrsta sem mætir augum fólks í dag í Listasafninu.
Hjónin Javier Sánchez Merina og Halldóra Arnardóttir tóku við keflinu af Erni Inga. FréttAbLAðIð/ANtoN brINK
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
3 . N ó v e m B e r 2 0 1 8 L a u G a r D a G u r50 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
menning
0
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:0
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
4
6
-3
0
C
0
2
1
4
6
-2
F
8
4
2
1
4
6
-2
E
4
8
2
1
4
6
-2
D
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
1
2
s
_
2
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K