Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
lætur þá á rörið sem næst er eldavélinni svo þeir þorni.
Hún hefur auga með vettlingunum, snýr þeim og gætir
þess að þeir hitni ekki um of. Sjómennirnir eiga að fá
þá þurra og hlýja á hendurnar þegar þeir fara. — Það
er eins og þessar vinnulúnu hendur eigi mýkt og natni,
svo að hvert verk, þótt einfalt sé, fái reisn. Um leið og
vettlingarnir eru þurrir eru þeir teygðir og stroknir.
Með sama hætti eru sokkar og aðrar flíkur næturgesta
teknar. Það sem var klakastorkið að kvöldi eða nóttu
var orðið hlýtt og þurrt að morgni. Enginn vissi tölu
þeirra stunda, sem vakað var yfir plöggum gesta. Það
var oft gestkvæmt á þessu heimili og hún frændkona
mín bauð alltaf fram vinnu sína þegar svo stóð á. Oft
lánaði hún rúmið sitt fyrir einhvern gestinn. Telpu-
korninu, sem svaf ávallt fyrir ofan hana var stungið til
fóta hjá systkinunum, eða pabba og mömmu. En sjálf
sat hún á mókassanum við eldavélina og leit eftir öllu
þar. Þegar fötin gestanna voru þurr orðin, fól hún eld-
inn, læddist inn í lítið herbergi, „kamesið" og lagðist
þversum til fóta hjá aumingjanum, sem svaf í öðru
rúminu, sem þar var. - Um fótaferðartímann brást það
ekki að þá var hún komin að eldavélinni, búin að hita
morgunkaffið og síðan að tygja sig til að fara í fjósið.
Eg sé hana í anda þar sem hún er að klappa kúnum,
tala við þær eins og vini sína, en jafnframt að tala alvar-
lega til þeirra, ef þær hafa gert eitthvað af sér. Ef allt
lék í lyndi klóraði hún kúnum bak við eyrun, en þær
sleiktu hana til endurgjalds. Það var þeirra þögula
þakklæti. Oft kom lítið telpukorn með frænku sinni í
fjósið, en þótt litla stúlkan klóraði kúnum stundum fyrir
aftan eyrun, fékk hún aldrei jafn ríkulega útilátið þakk-
læti frá þeim.
Já, nú er þessi litla stúlka orðin stór, hún er meira,
hún er orðin gömul kona. Það er liðinn heill mannsald-
ur. Mér verður oft hugsað til handa þessarar frænku
minnar, þegar hún á köldum stundum hlúði að mér