Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 58
56
BREIÐFIRÐINGUR
þeim dóu 7 í æsku og 2 misstu þau uppkomin. Auk
eigin barna ólu þau upp meira og minna um 30 börn.
Valgerður Einarsdóttir var fædd 19. desember 1795.
Hennar foreldrar voru: Einar úr Fagurey og Vilborg
Hrómundsdóttir. Þau bjuggu í Hrísakoti í Elelgafells-
sveit. Seinni maður Vilborgar hét Guðmundur. Dætur
Einars og Vilborgar voru: Halldóra, er giftist Bjarna
Péturssyni í Höskuldsey, og Valgerður, er fyrst giftist
Pétri Péturssyni í Höskuldsey, en þar bjuggu þau og
eignuðust 5 börn og komust 3 til fullorðinsára. Þau
hétu Vilborg, Kristín og Einar. Alls átti Valgerður Ein-
arsdóttir 22 börn með mönnum sínum, Pétri og Narfa.
Valentínus Narfason og Guðrún Hjálmarsdóttir
bjuggu á Kóngsbakka 1870-1879. Þeirra börn voru:
Matthildur, fædd 1865, Jóhanna Margrét, fædd 1870,
Alexander, fæddur 1872, og Pétur fæddur 1874. Tvö
börn önduðust í frumbernsku.
Pétur Valentínusson fluttist ungur vestur á firði. Er
ekki vitað um hann með neinni vissu síðar.
Jóhanna ólst upp á Kóngsbakka til 9 ára aldurs.
Kóngsbakki stendur við Hraunsvík. Bjarnarhafnarfjall
gnæfir þarna í allri sinni fegurð andspænis bænum
Kóngsbakka. Ættin sem að Jóhönnu stóð, svokölluð
Kóngsbakkaætt, er enn á þessum bæ. Það er mjög fal-
legt á Kóngsbakka. Hólar og klettaborgir setja sinn svip
á staðinn, og geymast þarna margar sögur um álfa og
huldufólk. Jóhanna minntist oft ömmu sinnar, Valgerð-
ar Einarsdóttur. Sagðist henni svo frá, að amma hennar
hefði verið nett og fíngerð kona, og létt á fæti, þótt hún
væri búin að eignast öll þessi börn. Jóhanna fluttist með
foreldrum sínum að Eiði í Eyrarsveit. Þaðan átti Jó-
hanna margar ljúfar æskuminningar. Var henni sá stað-
ur hugstæður mjög. Bærinn Eiði stendur að austan-
verðu milli Kolgrafarfjarðar og Grundarfjarðar. Fyrir
innan bæinn úti í Kolgrafarfirðinum standa Eiðisstapar.
Um fjöru er hægt að ganga þarna þurrum fótum, en