Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 58
56 BREIÐFIRÐINGUR þeim dóu 7 í æsku og 2 misstu þau uppkomin. Auk eigin barna ólu þau upp meira og minna um 30 börn. Valgerður Einarsdóttir var fædd 19. desember 1795. Hennar foreldrar voru: Einar úr Fagurey og Vilborg Hrómundsdóttir. Þau bjuggu í Hrísakoti í Elelgafells- sveit. Seinni maður Vilborgar hét Guðmundur. Dætur Einars og Vilborgar voru: Halldóra, er giftist Bjarna Péturssyni í Höskuldsey, og Valgerður, er fyrst giftist Pétri Péturssyni í Höskuldsey, en þar bjuggu þau og eignuðust 5 börn og komust 3 til fullorðinsára. Þau hétu Vilborg, Kristín og Einar. Alls átti Valgerður Ein- arsdóttir 22 börn með mönnum sínum, Pétri og Narfa. Valentínus Narfason og Guðrún Hjálmarsdóttir bjuggu á Kóngsbakka 1870-1879. Þeirra börn voru: Matthildur, fædd 1865, Jóhanna Margrét, fædd 1870, Alexander, fæddur 1872, og Pétur fæddur 1874. Tvö börn önduðust í frumbernsku. Pétur Valentínusson fluttist ungur vestur á firði. Er ekki vitað um hann með neinni vissu síðar. Jóhanna ólst upp á Kóngsbakka til 9 ára aldurs. Kóngsbakki stendur við Hraunsvík. Bjarnarhafnarfjall gnæfir þarna í allri sinni fegurð andspænis bænum Kóngsbakka. Ættin sem að Jóhönnu stóð, svokölluð Kóngsbakkaætt, er enn á þessum bæ. Það er mjög fal- legt á Kóngsbakka. Hólar og klettaborgir setja sinn svip á staðinn, og geymast þarna margar sögur um álfa og huldufólk. Jóhanna minntist oft ömmu sinnar, Valgerð- ar Einarsdóttur. Sagðist henni svo frá, að amma hennar hefði verið nett og fíngerð kona, og létt á fæti, þótt hún væri búin að eignast öll þessi börn. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum að Eiði í Eyrarsveit. Þaðan átti Jó- hanna margar ljúfar æskuminningar. Var henni sá stað- ur hugstæður mjög. Bærinn Eiði stendur að austan- verðu milli Kolgrafarfjarðar og Grundarfjarðar. Fyrir innan bæinn úti í Kolgrafarfirðinum standa Eiðisstapar. Um fjöru er hægt að ganga þarna þurrum fótum, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.