Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
vekur það þó kurr meðal Djúpbænda, þegar háseti
tekur upp á því að ferðast um sveitir frakkaklæddur. Þá
er varla, að þeir geti setið á sér að hreyta ónotum.
En Magnús Jónsson er gestrisinn og góður heim að
sækja, enda hæfir ekki annað virðingu gilds bónda.
Hann býður þeim Sölva og Guðbrandi að ganga í bæinn
og setjast að snæðingi. Ef til vill hefur Guðbrandur ekki
gengið þess dulinn, að köldu andaði til sín, þrátt fyrir
gott boð. Hann snýr að bónda og spyr:
„Attirðu við mig?“
Þá sprakk blaðran:
„Ekki á ég við Kjól-Brand,“ hreytti Magnús út úr sér.
„Hvað viltu tala, bölvaður eymdarskrokkurinn,“ svar-
aði Guðbrandur.
Fleiri ómjúk orð fóru þeim á milli, og bar Magnús
það á Guðbrand, að hann hefði „gert mannvillu á sér,“
eitt sinn er hann kom að Súðavík, kjólklæddur og með
hvítt hálslín og sagðist ekki hafa ætlað né enn ætla, að
slíkur búningur hæfði óbrotnum erfiðismanni.
Rökkrið sígur yfir Isafjarðardjúp, og brátt er komið
niðamyrkur. Þeim er dimmt fyrir augum, sem kemur
út, því ekki er tungl á lofti. Magnús fær skilaboð inn
í bæ, að úti sé maður, sem vilji tala við hann. Hann
stendur upp, nokkuð þungur á brún, því að enn situr
í honum þykkja eftir orðaskiptin við Guðbrand, og ark-
ar út. En í sama bili og hann kemur út, er ráðizt að
honum. Honum er greitt högg og hrundið um leið, svo
að hann dettur á hlaðið. Svo illa tekst til, að steinn verð-
ur undir síðunni á honum. Hann rís seinlega á fætur,
dregst inn og leggst upp í rúm.
Magnús þóttist vita, að Guðbrandur hefði setið fyrir
sér, og morguninn eftir lét hann kalla hann inn að
rúminu sínu og krafðist bóta. Kvaðst hann ætla að láta
sér nægja tvo ríkisdali. En Guðbrandur var líka reiður
og gaf þess engan kost að þægja honum. Beið öll skips-
höfnin fyrir dyrum úti á meðan þeir stældu um þetta.