Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 77

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR 75 vekur það þó kurr meðal Djúpbænda, þegar háseti tekur upp á því að ferðast um sveitir frakkaklæddur. Þá er varla, að þeir geti setið á sér að hreyta ónotum. En Magnús Jónsson er gestrisinn og góður heim að sækja, enda hæfir ekki annað virðingu gilds bónda. Hann býður þeim Sölva og Guðbrandi að ganga í bæinn og setjast að snæðingi. Ef til vill hefur Guðbrandur ekki gengið þess dulinn, að köldu andaði til sín, þrátt fyrir gott boð. Hann snýr að bónda og spyr: „Attirðu við mig?“ Þá sprakk blaðran: „Ekki á ég við Kjól-Brand,“ hreytti Magnús út úr sér. „Hvað viltu tala, bölvaður eymdarskrokkurinn,“ svar- aði Guðbrandur. Fleiri ómjúk orð fóru þeim á milli, og bar Magnús það á Guðbrand, að hann hefði „gert mannvillu á sér,“ eitt sinn er hann kom að Súðavík, kjólklæddur og með hvítt hálslín og sagðist ekki hafa ætlað né enn ætla, að slíkur búningur hæfði óbrotnum erfiðismanni. Rökkrið sígur yfir Isafjarðardjúp, og brátt er komið niðamyrkur. Þeim er dimmt fyrir augum, sem kemur út, því ekki er tungl á lofti. Magnús fær skilaboð inn í bæ, að úti sé maður, sem vilji tala við hann. Hann stendur upp, nokkuð þungur á brún, því að enn situr í honum þykkja eftir orðaskiptin við Guðbrand, og ark- ar út. En í sama bili og hann kemur út, er ráðizt að honum. Honum er greitt högg og hrundið um leið, svo að hann dettur á hlaðið. Svo illa tekst til, að steinn verð- ur undir síðunni á honum. Hann rís seinlega á fætur, dregst inn og leggst upp í rúm. Magnús þóttist vita, að Guðbrandur hefði setið fyrir sér, og morguninn eftir lét hann kalla hann inn að rúminu sínu og krafðist bóta. Kvaðst hann ætla að láta sér nægja tvo ríkisdali. En Guðbrandur var líka reiður og gaf þess engan kost að þægja honum. Beið öll skips- höfnin fyrir dyrum úti á meðan þeir stældu um þetta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.