Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 14

Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 14
14 •STJARNAN. sál minni náðugur. Eg ætla að ljúka máli mínu með hátíðlegri bæn til Guðs um að hann vilji opna yðar blindu augu fyrir yðar persónulegu ábyrgð, svo að þér megið hætta að greiða atkvæði með þessari banvænu verzlun. ’ ’ —Saga frá Bandaríkjunum. MAÐURINN LIFIR EKKI Á BRAUÐI EINU SAMAN, eftir Daniel H. Ivress, M. D. Sii var tíðin—þó ótrúlegt sé—þegar ■greindir menn og jafnvel konur, gjörðu gys að þeim, sem. héldu því fram að það væri hollara að borða hið brúna heild- arhveitibrauð, og brennimerktu þá sem t'sáðaætur” o.s.fr., og kusu heldur að borða hvítt brauð í staðinn fyrir heild- arhveitibrauð. Sá tími er nú liðinn, þó margir í vanþekkingu sinni borði enn hið hvíta brauð. Fæðan lituð eins og diskarnir það er saga um nýgifta konu, sem í fyrstu kaupstaðaferð sinni, keypti mat litaðan' eins og diskarnir. þetta var jú hlægilegt; en þeir, sem kaupa hvítt brauð handa börnum sínum í staðinn fyrir hið brúna hveitibrauð, sýna eins lit.la dómgreind og þessi nýgifta kona. Hvítt brauð er lakari fæða en hið hrúna hveitibrauð, þar sem alt, er hveitikorliið hefir að geyma er tekið méð. í þeim löndum, sem liafa tekið þátt í stríðinu, er fyrir löngu bannað að selja livíta brauðið. það eru þýðingar- mikil næringarefni, sem hingað til hafa verið mískunarlaust burtnumin, þegar menn taka úrsigtið og sáðirnar og gefa svínum. Amerísku börnin hafa verið svift þessum efnum. Ónýtar tennur og slappar taugar eru afleíðingarnar. í Vesturheirni er að líkindum sá dag- ur í nánd þegar hætt. verður að borða hvíta brauðið. Margir eru þegar af frjálsum vilja hættir að borða það, og eta nú hið brúna heildarhveitibrauð. Iiinir verða vafalaust áður en langt. líð- um nauðugir að borða heildarhveiti- brauðið. En hvers vegna bíða þangað til að vér erum þvingaðir til að borða heildarhveitibrauð ? Hvers vegna eig- um vér ekki að gjöra þessa tilbreyt- ingu með glöðu geði? Vér leggjum nú stund á, meir en nokkru sinni áður, að kynna oss nær- ingarverð fæðunnar, og það getur skeð að miklar byltingar verði afleiðingai þessara rannsókna. Ef Ameríkumenn borðuðu heildarhveitibrauð í staðinn fyrir livítt brauð, mundu ekki færri en eitt hundrað miljónir rnæfa (bushel) hveiti sparast til að senda öðrum þjóð- um. Kjötlausir dagar. Vér erurn uppörvaðir til að hafa kjöt- lausa daga. Hvers vegna ekki reyna að hafa kjötlausar vikur og kjötlausa mánuði og jafnvel kjötlaus ár. Margir hafa lifað á kjötlausu matarasði í mörg ár. “Hvers vegna getum vér ekki, ” eru margir farnir að spyrja sjálfa sig. það eru sumir, sem reyna það og finna að það getur vel gengið. Kjöt er ekki ómissandi fæða. það er ekki mikil nær- ing í kjöti. Margir munu verða hissa

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.