Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 15

Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 15
STJARNAN. 35 við að lieyj'a að eitt pund af korni hafi sama næringarverð og þ.rjú pund af « kjöti. Hið bezta kjöt er óhrein fæða; og vegna þess að það eru svo margskon- ar sjúkdómar meðal dýranna, er það mjög hættulegt að borða kjötið. Eg heyri einhvern segja: “ Skrifstofumenn sem hafa miklar kyrsetur, geta vel lifað án þess að borða kjöt, en menn, sem hafa erfiðisvinnu verða að hafa kjöt til að viðhalda kröftunum. þetta er rangt hugsað. Dr, Iiarvey Wiley, hinn frægasti fæðusérfræðingur í Norður Ameríku, sagði fyrir skömmu: “það er undarleg hugmynd, sem er tíð um allan heim, að menn, er erfiðis- verk vinna, eins og til dæmis hermenn á göngum sínum, verði að borða mikið af kjöti. þetta er að öllu leyti rangt. Sá maðui', er verður að gjöra hinar » þyngstu líkamsæfingar og þola hina mestu þreytu, ætti að lifa aðallega á korntegundum, sérstaklega hveiti, ma- ísbrauði og hrísgrjónum. það eru syk- urinn og sterkjan, en ekki magurt kjöt, sem gefa líkams afl, þrek og þol. Ef maður svo bætir við sanngjörnum skamti af fitu, þá liefir maður hið lioll- asta mataræði. Eg liefi þegar bent á að betra er að nota korntegund- irnar eins og þær koma frá nátt- úrunnar hendi. það er ekkert brauð, sem getur jafnast við hið brúna heildarhveitibrauð. það er hollasta brauðið, sem hermenn, sjómenn og borg arar landsins geta borðað.” Dýrasta fæSan. Pyrir utan það að vera óholt og lítið nærandi, er kjötið mjög dýr fæða. það % er í raun óg veru dýrasta fæðan, sem menn boi'ða, það tekur frá fimm upp í sjö pund af mais til að framleiða eitt •> pund af uxa- eða svínakjöti. Hvað næringar efni snertir liafa sjö pund af mais sama næringarverð og fimtán pund af kjöti. Ef maður kaupir kjöt til að fá það næringarverð, sem sjö pund af mais hafa að geyma, verður maður að borga þrjá dollara, meðan maisinn kostar aðeins tuttugu og fiinm cents. það borgar sig þess vegna að borða maisinn af axinu í staðinn fyrir að borða svínakjöt, er má skoða sem brúkaðan mais. Dr. Frank Crane, hinn frægi rithöf- undur, gefur í tæka tíð eftirfarandi ráð til mæðra: “Ef þér viljið hætta að bera kjöt á borðið og nota kálmeti í staðinn, mun ekki einungis kostnaðurinn lækka afar- mikið, heldur munu húsbændur og börn yðar öðlast betri heilsu og meira starfs- þrek. lýjötið má nefna hina miklu amerísku synd. Verkamenn þurfa ekki að borða kjöt. Kohlemainen, sem hefir hámarkið í hinum lengstu kapphlaupum í Bandaríkjunum, lifir eingöngu á jurta fæðu. Kjöt er æsandi og át þess ber marga sjúkdóma að ávexti. Ef þér að- eins vilduð ráða það með yður, mund- uð þér fljótt læra að elska kálmetið. Og þér munduð hafa fullvissu um að lieim- ilisfólkið fær næringarefni en ekki eit- urefni og vita að hinir frægustu vísinda menn viðurkenna matreiðslu yðar. ” Vísindin hafa viðurkent það, það er ekkert nýtt í ofannefndum vitnisburðum. Hinir frægustu vísinda- menn hafa ávalt ráðlagt þesskonar mat- aræði. það eru þúsundir manna, sem hafa lifað á því í mörg ár og reynt að það er þeim sjálfum til góðs, bæði lík- amlega, andlega og siðferðislega. Ivjötlaust mataræði er hið bezta að öllu.leyti; því að maðurinn er af nátt- unni jurtaæta. Korn, baunir, aldin, hnetur og kálmeti voru upphaflega gef- in honunt af skaparanum, er bjó mann-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.