Stjarnan - 01.03.1919, Page 21

Stjarnan - 01.03.1919, Page 21
STJABNAN. 21 \ myiidum lenda í Liverpool snemma næsta morgun. Um nóttina yfirgáfu lierskipin oss, af því að þau héldu að við værum kornnir úr allri hættu. Sök- um lasleika svaf eg mjög lítið þá nótt. Eg fór á fætur til að sjá hvað tímanum liði og sá að klukkan var orðin fjögur. Eg fór upp í rekkjuna aftur í þeirri von að geta hvíit mig dálítið áður en vér kæmum inn á höfnina. En eftir tíu mínútur heyrði eg voðalega sprengingu, og yér vissum öll að neðansjávarbátur hefði skotið á oss og að skipið væri nú daiiðadæmt. Eg gleymdi öllum lasleika og rauk inn í káetuna, lagi björgunarhringa urn konu mína og börn og kom þeirn upp á næsta þilfar, þar sem björgunarbátur- inn beið vor. Eg tók seinast yfir- frakka og fyigdi þeim. pegar eg fór út úr káetunni slokknuðu rafmagns- ijósin og skipið flatti til bakborða. pegar eg kom að stiganum hitti eg mann, sem var orðinn brjálaður af liræðslu og reyndi að halda mér föstum. Eg reyndi með þeim litlu kröftum, sem eg hafði að komast hina réttu leið, en hann hélt mér föstum og reyndi að yfir- buga mig. Eg reyndi að standa upp- réttur þangað til að tveir menn frá björgunarbátnum komu mér til hjálp- ar. Skömmu seinna var eg búin að fá sæti í bátnum. pað var glaða tungls- ljós og þegar eg leit út yfir hafið kom eg auga á annað skot frá neðansjávar- bátnum. Eg fylgdi því með augunum og var það eins og' eldur, sem kæmi upp úr sjávardjúpinu. Skotið hitti fyrst björgunarbát fullan af fólki, og þar- næst lenti það í skipinu á stjórnborða. pað hefir að líkindum verið tveir neð- ansjávarbátar, af því að fyrra skotið lenti öðru megin og seinna skotið hinu megin með örstuttu millibili. Skipið fór nú að fletja til stjórnborða, og þeg- ar báturinn var látinn síga ofan í- sjó- inn, sá eg liið mikla sldp eins og hang- andi ýfir oss, og virtist hættan vera mikil. Oss hepnaðist að koma bátnum 30 fet frá skipinu, en hinn mikli ósjór færði hann að skipinu aftur. Og skip- ið sökk svo fljótt að það þrýsti borð- stokk bátsins undir vatnið. Yér reynd- um í annað sinn að komast í burtu frá skipinu, en allar tilraunir vorar voru árangurslausar. Reiðinn frá annári siglunni vafðist kringum bátipji. Fyr- ir aftan oss var bátur, sem strompurinn hvolfdi í því að hann hvarf í hafið. í bátnum voru fjórar konur og margir karlmenn. Alt þetta fólk círuknaði. Ein konan féll útbyrðis frá þeim bát, sem vér vorum í. Hún var vafalaust dregin út af einum þeirra kaðla, sem héngu frá siglunnk Samt sem áður varð einn af þessum köðlum oss til björgunar. Vér toguðum í kaðalinn af öllum kröftum til að komast í burtu frá skipinu, sem nú var óðum að sökkva. Og’ þegar vér sleptum kaðl- inum vorum vér komnir að siglutoppn- um, sem hvarf í hafið og þá var vegur greiddur. Hinn mikli ósjór færði oss í burtu frá vettvangi þessa hryðju- verks. Eg leit á úrið og sá að aðeins 22 mínútur voru liðnar frá því að fyrra skotið lenti í skipinu og þangað til að það hvarf fyrir fult og’ alt. En þessi tími hafði verið. eins og margar ldukkustundir. Konan mín sat niðri í bátnum og drengir mínir voru stafnbúar undir gæzlu einnar hjúkrunarkonunnar. pað var svo mikið vatn í bátnum að það tók konunni minni upp undir brjóst. Vér vorum öll berliöfðuð og’ berfætt. Yngsti drengurinn okkar, sem er fjögra ára, bað um leyfi til að þakka Guði fyrir frelsunina frá druknun. Meðan hann

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.