Stjarnan - 01.03.1919, Side 23

Stjarnan - 01.03.1919, Side 23
STJAlíNAN. 23 neskar eignir eru iítils virði við þess- konar tækifæri. prátt fyrir það að tap vort var meira en $450 höfunr vér aidrei syrgt það, sem nú hvílir á marar- botni. Hinn læknandi kraftur Guðs. Eftir að liafa verið heilan mánuð á hafinu og ekki fengið þá hjúkrun sem eg þurfti með, var ástand mitt orðið mjög svo liættulegt. þeir gjörðu alt sem þeir mögulega gátu fyrir oss. Eg náði tali af yfirlækninum á spítalanum, þar sem þeir lækna hitabeltissjúkdóma, og sunnudaginn 3. desemher var eg fluttur á þennan spítala, sem er í aust' urhluta Lundúnaborgar, 40 mílur frá Watford. Læknarnir komu undir eins og skoð- uðu mig. Á tveimur dögum tóku þeir ekki færri en 400 sýnishorn af blóði mínu og hér um hil hvert einasta geymdi gerla svefnveikinnar. þó var mér ekki hjúkrað fyr en sérfræðingur- inn Dr. Daniels kom. Sökum þess að eg einnig hafði Brights veikina, var lítil von um að eg- myndi ná mér aftur, og fékií eg mjög litla huggun hjá sum- um á spítalanum. Ekki veit eg hvort það hefir verið af meðaumkvun eða fyrir forvitnis sakir að fleiri en 25 læknar komu ogs skoðuðu þær sjúk- dómsflækjur, sem sérfræðingurinn hafði. fundið hjá mér. Eina von mín var til míns himneska föður. Bræður og systur komu til að heimsækja mig, og meðtók eg mörg bréf með fullvissu um að öll trúarsyst- kinin á Englandi báðu fyrir mér. Eg varð að lifa á mjólkurfæðu og’ annan hvern dag var mér gefin innspýting af arsenik-blendingi. Við þessa hjúkrun hurfu gerlarnir, sem valda svefnveik- inui. Síðan hafa þeir ekki séð neitt til þeirra, þó þeir reyndu blóðið á hverjum degi í 40 daga, og seinna einu sinni í mánuði. Læknana undraði þetta stórlega. Einn þeirra, sem sjálfur hefir verið trúboði í Afriku, kom til mín einn dag til að taia við mig um heilsu mína. Hann sagði að hinn frægi sérfræðingur, Dr. Daniells, gæti als ekki skiiið þetta. pet.ta gaf mér tækifæri til að tala við hann um mitt traust til hins himneska föður og hans læknandi kraft. Mestu kvalirnar hafði eg af Brights veikinni. það var alt of mikill vökvi í líkama mínum. Tvisvar varð lækn- irinn að stinga strokleðurspípu inn í síðu mína og taka frá mér meir en 24 potta af vökva. 10. janúar leyfði læknirinn mér að fara á vorn eiginn spítala í Watford. Og þó eg gæti als ekki stígið fæti niður þegar eg kom þangað, tók það ekki marga daga fyr en eg var orðinn svo hress að eg gat gengið fylgdaidaus upp á hjúkrunarherbergi. Og á fjóruro síðust liðnum mánuðum hefi eg fengið ágæta hjúkrun og afleiðingin er sú. að eg er að hressast með degi hverjum og vona innan skamms, að vera með til að framkvæma það starf sem Drottinn hefir gefið oss. Á EYJUM MANNÆTANNA. Höfuðveiðimenn verða sálnaveiðimenn. Gullfögur ræða, sem séra C. H. Wat- son, er stendur fyrir verkinu á eyjun- um í Suður Kyrralrafinu, hélt á als- herjar fundi S.D.A., sem nýlega var haldinn í Sai\ Francisco, lýsir reynslu trúboðanna á Nyj u Hebridunum og Solomon eyjunum. Mun þessi útdrátt- ur, sein var tekinn niður af hraðritara, verða mörgum til blessunar. Eru orð hans á þessa leið :

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.