Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2011, Page 14

Skírnir - 01.09.2011, Page 14
244 PÁLLSKÚLASON SKÍRNIR Allt er þetta rétt, en nægir samt ekki sem skýring. Þegar við lítum á samspilið milli þeirra þriggja sviða sem þurfa að blómstra í öllum heilbrigðum samfélögum samkvæmt þeirri hugmynd sem ég nefndi í upphafi, þá verður alveg ljóst hvers vegna mál þróuðust eins og þau gerðu á Islandi. I stuttu máli þá ýttu efnahagsleg viðmið og gildi til hliðar hinum pólitísku gildum um réttlæti og lýðræði og þau höfðu líka lagt undir sig svið menntunar og trúarbragða sem birtist meðal annars í því að skólar fóru að auglýsa sig á sama hátt og kjörbúðir. Gildi sem ekki var hægt að mæla í peningum höfðu einfaldlega horfið af sviðinu. Fólk óð áfram í græðgisæði sem ekk- ert virtist geta stöðvað fyrr en hrunið varð í október 2008. Eftir hrunið hefur íslenskt samfélag smátt og smátt verið að upp- götva að hin félagslega afskræming sem leiddi til hinnar glórulausu þróunar bankakerfisins hafði breiðst út um samfélagið allt. Rann- sóknarskýrsla Alþingis sem kom út vorið 2010 í níu bindum leiðir þetta glögglega í ljós. Flestar stofnanir og fyrirtæki, hvort sem þau voru í eigu hins opinbera eða einkarekin, höfðu í raun starfað án viðhlítandi virðingar fyrir þeim pólitísku og siðferðilegu gildum sem koma í veg fyrir að samfélagið verði lagt í rúst. Landið okkar hefur því ekki bara staðið frammi fyrir efnahags- hruni, heldur glímir það líka við pólitíska og siðferðilega kreppu sem er miklu alvarlegri viðureignar en fjármálakreppan. Reyndar virðist fjármálakerfið vera að rísa upp aftur af krafti með sömu aðilum og í sama anda og áður og fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við þessari skelfilegu þróun. Það hefur satt að segja misst allt traust á stjórnvöldum og stofnunum ríkisins (Alþingi nýtur um þessar mundir trausts u.þ.b. 10% þjóðarinnar samkvæmt skoðana- könnunum). Fólki finnst að íslenska ríkið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að varðveita almenna hagsmuni landsmanna og að það sé enn ófært um að koma með pólitískar lausnir á þeim margvíslegu félagslegu og efnahagslegu vandamálum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hvað er til ráða? Þetta er spurningin sem brennur á okkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.