Skírnir - 01.09.2011, Síða 16
246
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
Hvers vegna skyldi svo vera? Vegna þess að nútímaríki vill
tryggja að borgarar þess hljóti þá þekkingu sem þeir þarfnast til að
takast á við fræðileg, tæknileg og siðferðileg vandamál sem koma
upp í mannlegu samfélagi og fjölskyldulífi. Og rökin fyrir þessari
afstöðu eru augljós: Nútímaríki getur ekki tryggt almenna hags-
muni okkar, þ.e. réttlæti, öryggi, almenna velferð og frelsi, ef borg-
ararnir kunna ekki að fást við vandamálin sem tengjast þessum
grunngildum. Þess vegna verður kunnátta borgaranna skilyrði þess
að þeir geti byggt upp þær stofnanir sem samfélag þeirra þarfnast til
að hugsa um réttlæti, velferð, frelsi og lýðræði sem við höfum van-
ist að líta á sem nauðsynlegar forsendur fyrir siðuðu stjórnmála- og
félagslífi.
Þegar íslenskum stjórnvöldum mistókst að koma í veg fyrir
efnahagskreppuna varð deginum ljósara að þau höfðu ekki þá
tæknilegu og siðferðilegu þekkingu sem er nauðsynleg til þess að
skilja þróunina og hafa taumhald á henni. En til þess hefðu þau
þarfnast djúprar og víðtækrar frœðilegrar yfirvegunar sem leitt hefði
til skilnings á félagslegri, efnahagslegri og pólitískri þróun Islands og
heimsins almennt. Slík yfirvegun getur einungis dafnað innan
upplýsts samfélags þar sem fólk axlar ábyrgð sína með lýðræðis-
legri umræðu sem byggist á skýrum skilningi á þeim úrlausnar-
efnum sem um er að ræða.
Það er ekki bara skortur á slíkri yfirvegun og slíkri umræðu á
Islandi heldur almennt í heiminum. Martha Nussbaum bendir á að
jafnvel sá stjórnmálamaður sem margir líta upp til sem yfirvegaðasta
leiðtoga heimsins, Barack Obama Bandaríkjaforseti, virðist ekki
skilja þýðingu fræðilegrar menntunar fyrir framtíð heimsins. Hún
gagnrýnir hann fyrir að hrósa
... þjóðum í Austurlöndum nær, t.d. Singapore, sem hafa að hans áliti farið
fram úr okkur í tækni og vísindamenntun. Og hann hrósar þeim á ugg-
vænlegan hátt: ,Þeir eyða minni tíma í að kenna hluti sem skipta ekki máli
og meiri tíma í hluti sem skipta máli. Þeir undirbúa stúdenta sína ekki bara
fyrir háskóla, heldur fyrir starf. Við gerum það ekki‘. Með öðrum orðum,
,það sem skiptir máli' er talið samsvara ,því sem undirbýr starfsframa'.
Auðugt menningarlíf, virðing og umhyggjusöm borgaravitund eru hvergi
nefnd meðal þeirra markmiða sem séu þess virði að helga þeim tíma. í