Skírnir - 01.09.2011, Síða 17
SKÍRNIR HVERNIG Á AÐ TAKAST Á VIÐ KREPPUNA? 247
tengslum við ræðu hans er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu að ,hlutir
sem skipta ekki máli‘ feli í sér margt af því sem í þessari bók hefur verið
haldið fram að skipti öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði.9
Hvernig stendur á því að stjórnvöld brugðust eins hrapallega og
raun ber vitni á Islandi og víða um heim í því að tryggja almanna-
heill? Með öðrum orðum, hvernig stendur á þeim þekkingar- og
skilningsskorti sem ríki heimsins hafa svo rækilega afhjúpað í eigin
ranni að undanförnu? Við þessari spurningu er ekkert einhlítt svar,
að minnsta kosti hef ég það ekki á reiðum höndum. Mér virðist á
hinn bóginn augljóst að við höfum ekki lagt okkur nægilega fram við
að efla og breiða út þann hugsunarhátt og þau fræði sem eru for-
senda þess að okkur takist að hafa viðunandi stjórn á sameiginlegum
málum okkar. Við höfum ekki enn byggt upp það mennta- og
fræðakerfi sem er nauðsynlegt til að öðlast þá færni og styrkja þá
hæfileika sem við þurfum að hafa til að leysa lífsverkefni okkar
sómasamlega í samfélaginu. Þess vegna tel ég okkur þurfa nýja hug-
sjón um ríkið — hugsjón sem leggur menntun til grundvallar starfi
ríkisins.10
Hingað til höfum við litið á ríkið sem tæki til að tryggja tiltekna
almenna hagsmuni, svo sem réttlæti, öryggi, velferð og frelsi. Héðan
í frá eigum við einnig að sjá ríkið sem leið okkar sjálfra til að þrosk-
ast sem sjálfráða, hugsandi manneskjur, reiðubúnar til að leggja
9 Martha Nussbaum2010:138: „_____the nations of the Far East, for example Singa-
pore which, in his view, have advanced beyond us in technology and science
education. And he praises such nations in an ominous manner: ‘They are spend-
ing less time teaching things that don’t matter, and much more time teaching
things that do. They are preparing their students not only for high school or col-
lege, but for career. We are not.’ In other words, ‘things that matter’ is taken to
be equivalent to ‘things that prepare for career’. A life of rich significance and re-
spectful, attentive citizenship is nowhere mentioned among the goals worth
spending time on. In the context of his speech, it is difficult to avoid the conclu-
sion that the ‘things that don’t matter’ include many of the things that this book
has defended as essential to the health of democracy.“
10 Ég setti þessa hugmynd upphaflega fram í fyrirlestrinum „Political Crisis and
Ethical Needs“ á ráðstefnu í Perugia árið 1992, en hann birtist í Saga and Philo-
sophy (Páll Skúlason 1999: 133-141). í þeirri grein tefli ég hugmyndinni um
menntaríkið fram andspænis hugmyndunum um þjóðríkið annars vegar og vel-
ferðarríkið hins vegar.