Skírnir - 01.09.2011, Page 18
248
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
allt í sölurnar til að öðlast og breiða út þá þekkingu sem þarf til að
skilja og vernda hina sameiginlegu hagsmuni okkar og lífsins í heim-
inum.
Við eigum að mynda ríki sem hefur það meginhlutverk að byggja
upp menntastofnanir sem leggja áherslu á þá hæfileika sem fólk þarf
á að halda til að yfirvega heiminn, og færni til að skilja öll þau flóknu
úrlausnarefni og mismunandi gildi sem eru í húfi. Lýðræðisleg
umræða sem hefur það að markmiði að gæta almannahags verður
einnig grunnforsenda slíks menntaríkis.
Guðmundur Finnbogason setur hugmyndina um mikilvægi
menntunarinnar skýrt fram í grein í Skírni árið 1906:
Allt ber að sama brunni: I sálum mannanna eiga allar framfarir upptök
sín og aðalbrunn. Bætið sálir mannanna, þá batnar heimurinn. Gerið
mennina vitra og góða, þá verða þeir að sama skapi voldugir og sælir. Og
nú er spurningin um lífsskilyrði þjóðanna, smárra og stórra, orðin ljós og
einföld. Nú hljóðar hún svo: Hvað eiga þjóðirnar að gera til þess að auka
andlegt afl sitt, undramáttinn, sem öll önnur öfl tilverunnar hlýða og
þjóna?
Og svarið er stutt:
Þœr eiga að mennta börn sín.
Allir kraftar mannsins eflast aðeins við rétta æfingu; í þeirri æfingu er
menntunin fólgin. Þess vegna er hún undirstaða allra þjóðþrifa. Sá sem
neitar því, að hafa megi með uppeldinu áhrif á þroskun mannsins, hann
neitar því um leið, að grundvöllur menningarinnar, frumskilyrði framfar-
anna séu háð valdi mannlegrar skynsemi. (Guðmundur Finnbogason 1906:
147)
IV. Réttlœting hugmyndarinnar
— ríkið semform og skipulag samfélagsins
Hvernig má réttlæta og rökstyðja þessa hugmynd? Hér verður það
gert með því að leita í smiðju franska heimspekingsins Pauls Ricoeur
og skoða heimspekilega greiningu hans á ríkishugtakinu. I ritgerð-
inni „Siðfræði og stjórnmál" fjallar Ricoeur (1986) um tvenns konar
viðhorf til ríkisins sem hann sér endurspeglast í þeim tveimur ólíku
straumum í vestrænni stjórnmálaheimspeki sem rekast að endingu