Skírnir - 01.09.2011, Page 19
SKÍRNIR HVERNIG Á AÐ TAKAST Á VIÐ KREPPUNA? 249
á í því sem hann kallar „þverstæðu stjórnmálanna“ (Ricoeur 1964).
Onnur leiðin leggur áherslu á ríkið sem form, hin leggur áherslu á
ríkið sem afl.
Fyrri leiðin á upphaf sitt í þeirri staðreynd að ríkið er, með
orðalagi Erics Weil, „skipulag sögulegs samfélags. Þegar samfélagið
hefur verið skipulagt sem ríki er það fært um að taka ákvarðanir1'.11
Það sameinar margvíslegar stofnanir og hlutverk í þeim tilgangi að
tryggja afkomu þjóðar með því að sjá samfélaginu fyrir þeim stjórn-
tækjum sem það þarfnast til að takast á við hin ýmsu vandamál sem
það stendur frammi fyrir. Ricoeur telur að form ríkisins birtist
greinilega í réttarríkinu sem kemur á jafnræði þegna sinna, dreif-
ingu valds og ábyrgðar. Og að hans áliti er menntunin grundvallar-
verkefni ríkisins sem forms. Ríkið verður að mennta borgara sína til
að gera þá færa um að taka virkan þátt í lífi hins sögulega samfélags
sem er skipulagt í ríki. Samkvæmt Ricoeur verður hugmyndin um
menntaríkið best skiljanleg þegar við hugleiðum hvers við þörfn-
umst mest til að móta framtíð okkar og niðja okkar: Við þurfum að
menntast — þroska þær gáfur og hæfileika sem einkenna okkur sem
mennskar verur.
Ricoeur álítur að menntunin hafi tvær hliðar sem vísi til þeirrar
tvenns konar rökvísi sem einkenni nútímaþjóðfélög. Rökvísin er
annars vegar í tengslum við sögulega þróun samfélagins með hefð-
um sínum, trú, siðum og venjum sem ljá samfélaginu og meðlimum
þess menningarlega sjálfsmynd. Hins vegar er svo rökvísi hinna
ýmsu tækni- og efnahagskerfa sem einkenna öll nútímasamfélög þar
sem afkastageta, áreiðanleiki og árangur skipta mestu. Menntaríkið
verður að sjá til þess að þessi tvenns konar rökvísi fari stöðugt
saman í raunverulegu lífi samfélagsins sem berst við að finna betri
lausnir á úrlausnarefnum sínum.
Ríkið og sú menntun sem það býður upp á verður að vera „sam-
hæfing hins rökvísa og hins sögulega, hins skilvirka og hins rétta.
Höfuðdygð þess er hyggindi í þeirri merkingu sem það orð hafði hjá
11 Weil 1966: 131: „L’État est Porganisation d’une communauté historique.
Organisée en État, la communauté est capable de prendre des décisions.“ Á ensku
myndi setningin hljóða svo: „The State is the organisation of a historical com-
munity. Organized into a state, the community is capable of making decisions."