Skírnir - 01.09.2011, Page 23
SKÍRNIR HVERNIG Á AÐ TAKAST Á VIÐ KREPPUNA? 253
hæfing þarf að eiga sér stað íþekkingu sem þjóðfélagið þarfnast til
þess að glíma við öll þau viðfangsefni sem það þarf að sinna og til
að halda á lofti gildum á borð við réttlæti, velferð, öryggi og frelsi
fyrir okkur öll sem þjóðir og sem einstaklinga. En hvernig á að
hugsa sér þá þekkingu og hvernig á að miðla henni á svo áhrifa-
mikinn hátt að hún komi öllum til góða?
Hér erum við minnt á hina mögnuðu og áhrifaríku greiningu
sem Aristóteles gerði á mismunandi tegundum þekkingar, greinar-
muninn á fræðilegri og hagnýtri þekkingu, og svo skiptingu hag-
nýtrar þekkingar í tæknilega þekkingu (kunnáttu) og siðferðilega
þekkingu (visku).14 Ég tel þessa greiningu Aristótelesar vera afar
mikilvæga til þess að ganga af skynsemi til móts við okkar flókna nú-
tímaheim.
Það sem einkennir frœðilega þekkingu er að henni er miðlað í
orðræðu sem allir geta eða eiga að geta skilið og deilt ef þeir kunna
tungumálið sem hún er sett fram á og fylgja rökreglum þess. Oll
akademísk eða vísindaleg þekking er fræðileg í þessum skilningi og
því opinberlega aðgengileg hinu akademíska samfélagi, þ.e. öllum
þeim sem taka þátt í þeirri starfsemi sem háskólar og rannsóknar-
stofnanir skipuleggja um allan heim. Þannig er hægt að kenna fræði-
lega þekkingu og tileinka sér hana í mæltu máli eða rituðu. Hins
vegar er hagnýt þekking ekki endilega sett fram í bóklegri orðræðu
eða öðru álíka formi. Ástæðan er sú að þessi tegund þekkingar hvílir
ekki bara á andlegri starfsemi sem þarfnast tungumáls eða annarra
táknkerfa, heldur er hún háð leikni sem krefst einbeitingar við að
framkvæma vissa hluti eða haga sér á þennan hátt eða hinn. Þannig
getur hagnýt þekking, samkvæmt Aristótelesi, verið annaðhvort
tœknileg eða siðferðileg\ tæknileg þekking (eða kunnátta) varðar
hluti sem við getum framleitt, en siðferðileg þekking (eða hyggindi)
varðar það hvernig við sjálf högum okkur. Þar af leiðandi búum við
yfir gríðarlegri fjölbreytni í tcskniþekkingu eftir því að hverju við
erum að vinna og við höfum margvíslega siðferðilega þekkingu sem
er líka háð því hvers konar tengsl við höfum við sjálf okkur og aðrar
verur.
14 Sérstaklega í Siðfrœði Níkomakkosar, bók 6.