Skírnir - 01.09.2011, Page 27
SKÍRNIR HVERNIG Á AÐ TAKAST Á VIÐ KREPPUNA? 257
helstu lífsverkefnum okkar sem bandaríski heimspekingurinn John
Kekes hefur lagt fram. Kekes leggur til að greint sé á milli lífs-
vandamáls og yfirvegunarvandamáls og jafnframt að þýðingarmestu
lífsvandamálin séu dregin í ákveðna flokka (Kekes 1980: 32). Lífs-
vandamál er vandamál sem þarf að leysa eigi líf okkar ekki að
skaðast eða jafnvel eyðast. Yfirvegunarvandamál er á hinn bóginn
vandamál sem kemur upp þegar við reynum að finna bestu lausn-
ina til að leysa lífsvandamál. Með því að þjálfa fólk í að setja fram
og leysa alls konar yfirvegunarvandamál stefna menntastofnanir að
því að gera nútímasamfélaginu kleift að finna viðeigandi lausnir á
lífsvandamálum sem fólk þarf að leysa til þess að lifa af og til að lifa
innihaldsríku lífi.
Flokkun Kekesar á helstu lífsvandamálum endurspeglar á áhuga-
verðan hátt skiptinguna sem ég nefndi í upphafi á milli sviða efna-
hags, stjórnmála og hins andlega í mannlegu lífi. Kekes leggur til að
gerður sé greinarmunur á þrenns konar lífsvandamálum:
I fyrsta lagi eru þá „lífsvandamál sem tengjast því að fullnægja
ýmsum líkamlegum þörfum; góðri heilsu, húsaskjóli og öryggi. Þar
snýst vandinn um að varðveita líkamlegt öryggi og velferð“ (Kekes
1980: 34). Vísindi og tækni takast á við þau fræðilegu vandamál sem
hjálpa okkur að finna bestu lausnir á þeim lífsvandamálum sem hér
blasa við.
I öðru lagi eru vandamál sem varða tengsl okkar við annað fólk
og samfélagið. Algengustu úrlausnarefni í þessu samhengi varða
afstöðu manns til fjölskyldu, ókunnugra, kynlífs, yfirvalda, ofbeldis
og annarra félagslegra fyrirbæra. Og hér eru yfirvegunarvandamálin
vandamál um stjórnmál, siðferði og lög.
I þriðja lagi eru mál sem „varða afstöðu fólks til sjálfs sín“ og
snúast um „eftirsókn eftir innihaldsríku og áhugaverðu innra lífi,
sjálfsþekkingu og að vera sáttur við sjálfan sig“. Lífsvandamál á
þessu sviði varða „afstöðu okkar til dauðans, sársauka, þjáningar,
til líkamlegra og sálrænna takmarkana og færni“ (Kekes 1980: 34).
Yfirvegunarvandamál sem hér koma til sögunnar „stafa af þörfinni
á að víkka sjóndeildarhringinn í huganum til að uppgötva nýja
möguleika“(Kekes 1980: 34) og hér geta einkum hugvísindi, listir
og bókmenntir komið að gagni.