Skírnir - 01.09.2011, Síða 38
268
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Samráðskerfið og stjórnun fiskveiða
Um og eftir aldamótin 1900 þróaðist í landinu mjög öflugt
samráðskerfi, fyrst í landbúnaði með stofnun Búnaðarfélags Islands
árið 1899 og síðar í sjávarútvegi með stofnun Fiskifélags Islands árið
1911. Búnaðarfélagið var stofnað sem heildarsamtök hagsmunaaðila
í landbúnaði. Það var byggt upp á búnaðarfélögum sem störfuðu í
öllum landshlutum. Búnaðarfélagið var í senn hagsmunafélag og
einskonar „ráðuneytisígildi“ þar sem félaginu var falið að móta og
hrinda í framkvæmd stefnu hins opinbera í málefnum landbúnaðar-
ins eða með orðum Helga Skúla Kjartanssonar:
Stuðningur við landbúnaðinn var skipulagður í nánu samstarfi ríkisins og
Búnaðarfélags íslands, sem var félagssamtök bændastéttarinnar en öðrum
þræði ríkisstofnun, frá 1923 mönnuð opinberum starfsmönnum undir
stjórn búnaðarmálastjóra. Af ríkisins hálfu lét Alþingi sér annt um málefni
landbúnaðarins í stóru og smáu, enda sat jafnan á þingi hópur bænda-
leiðtoga sem höfðu frumkvæðið í landbúnaðarmálum fremur en ráðherra
eða stjórnarráð. (Helgi Skúli Kjartansson 2002: 112-113)
Búnaðarfélagið varð fyrirmynd að stofnun Fiskifélags Islands sem
heildarsamtaka allra í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Megin-
markmið Fiskifélagsins er að „... efla hag og hvers konar framfarir
í íslenskum sjávarútvegi og veita hinu opinbera umbeiðna þjónustu“
(Lög Fiskifélags íslands 1973, 3. gr.). Halldór Jónsson stjórn-
málafræðingur lýsir starfsemi Fiskifélagsins m.a. þannig:
Fiskifélagið hefur í gegnum tíðina annast hin margvíslegustu mál. Má þar
nefna fræðslu fyrir sjómenn, markaðsmál, olíuverslun, vísindarannsóknir,
vitabyggingar, hafnargerð, slysavarna- og björgunarmál og fiskmat.
Eitt af höfuðverkefnum félagsins hefur hins vegar verið ráðgjöf fyrir
stjórnvöld og Alþingi. Sú starfsemi hefur einnig verið margvísleg og má þar
nefna gagnasöfnun um málefni sjávarútvegsins í heild, tækni og fræðslu-
mál, en félagið sá lengi um menntun vélstjóra, þá sá félagið einnig um haf-
og fiskrannsóknir, þannig var félagið undanfari Hafrannsóknarstofnunar
og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Þannig hefur félagið séð um ýmsa
þá starfsemi, sem eðlilegt þykir að hið opinbera sjái um. (Halldór Jónsson
1990: 118)