Skírnir - 01.09.2011, Page 44
274
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
flokkur fjóra ráðherra en Sjálfstæðisflokkur sex. í atkvæðagreiðslu
í þingflokki Sjálfstæðisflokks var samþykkt að taka tilboði Stein-
gríms Hermannssonar um þessa skiptingu ráðherra á milli flokk-
anna fremur en að skiptingin væri jöfn 5:5 og að Sjálfstæðisflokkur
fengi forsætisráðherrann. Þessi atkvæðagreiðsla reyndist vera bana-
biti Geir Hallgrímssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins en Þor-
steinn Pálsson var kjörinn nýr formaður flokksins í byrjun nóv-
ember 1983. Ekki var rúm fyrir hann í ríkisstjórninni. Þannig hafði
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins „afrekað“ tvennt í einu; að hrekja
eigin formann af valdastóli og halda nýjum formanni utan ríkis-
stjórnar. Lykilstaða Framsóknarflokksins í stjórn landsins var hins
vegar vandlega tryggð.10
Eftir að ekki tókst að veiða nema 350.000 tonn af 450.00 tonna
þorskkvóta á árinu 1982 var augljóst að Alþingi stóð andspænis
miklum vanda í desember 1983 þegar þingið hóf að fjalla um fisk-
veiðistjórnarkerfi sem taka ætti gildi í ársbyrjun 1984. Sjávarút-
vegsnefndir þingsins hófu umfjöllun um málið 1. desember en tólfta
sama mánaðar mælti nýr sjávarútvegsráðherra og 1. þingmaður
Austfirðinga, Halldór Ásgrímsson, fyrir ítarlegum breytingum á
lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi landsins. I upphafi máls síns
rakti Halldór aðdraganda tillagna ríkisstjórnarinnar og nefndi sér-
staklega starf nefndar sem forveri hans á ráðherrastóli, Steingrímur
Hermannsson, hafði skipað í maí 1982 til að endurskoða lög nr. 81
frá 1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands. Fullyrðir Halldór
þar „að ákvæði þau sem hér eru lögð fram eru í meginatriðum efnis-
lega samhljóða tillögum nefndarinnar1'.11 Sjávarútvegsráðherra sagði
síðan:
Meginrök fyrir breytingum á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelginni í þá
átt að veita sjávarútvegsráðherra auknar heimildir frá því sem nú er til
stjórnunar og takmörkunar á fiskveiðum í fiskveiðilandhelginni eru þessi:
10 Um stjórnarmyndunina 1983, sjá Svan Kristjánsson 1994: 123-124, 161; Dag B.
Eggertsson 1999: 18-22.
11 Alþingistíðindi 1983-1984 B, d. 1689. Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins frá 1979 og forsætisráðherra 1983-1987, var ósammála
þessari túlkun Halldórs á niðurstöðum nefndarinnar en lét kyrrt liggja, sbr. Dag
B. Eggertsson 1999: 287-289.