Skírnir - 01.09.2011, Page 45
SKÍRNIR
VARÐ ÞJÓÐÞINGIÐ AÐ ÞJÓFÞINGI ?
275
1. Vegna þess að ástand fiskistofna, einkum þorsks, hér við land er óvenju-
lega slæmt er brýn þörf á vísindalegri stjórnun á fiskveiðum landsmanna
í ríkari mæli en nú á sér stað.
2. Helstu hagsmunasamtök í sjávarútvegi og Fiskiþing hafa eindregið
óskað eftir að stjórnvöld auki verulega á stjórnun fiskveiða.
3. Eigi að auka stjórn fiskveiðanna frá því sem nú er verður að umbylta nú-
verandi fyrirkomulagi. Slíkt krefst rýmri heimilda til handa sjávar-
útvegsráðuneyti til stjórnunar en nú eru í gildi.
4. Svo skammt er liðið síðan Hafrannsóknarstofnun setti fram skýrslu um
alvarlegt ástand helstu fiskstofna okkar að skjótt verður að bregðast við
svo að koma megi við aukinni stjórnun og takmörkunum á fiskveiðum
á næsta ári. (Alþingistíðindi 1983-1984 B: d. 1689-1690)
Halldór Ásgrímsson talaði fyrir frumvarpinu sem var mjög stutt,
einungis fimm efnisgreinar. Kjarni þess var í 1. gr. en þar sagði m.a.:
„Ráðherra getur, að fenginni tillögum Hafrannsóknarstofnunar-
innar ákveðið hámark þess afla, sem veiða má úr einstökum fiski-
stofnum og sjávardýrum á ákveðnu tímabili eða vertíð. Ráðherra
getur ákveðið skiptingu þessa hámarksafla milli ákveðinna gerða
veiðarfæra, gerða fiskiskipa og einstakra skipa. Getur ráðherra
ákveðið skiptingu hámarksafla milli skipa, m.a. með hliðsjón af fyrri
veiðum skipa, stærð þeirra eða gerð, svo og heimilað flutning á út-
hlutuðum aflakvóta milli skipa“ (Alþingistíðindi 1983-1984 A2:
947).
Ráðherrann greindi frá starfi sjávarútvegsráðuneytis við að þróa
aðferðir við að vega og meta áhrif breytinga á fiskveiðistefnu á afla
og afkomu sjávarútvegsins. Haft hefði verið samráð við hagsmuna-
samtök, Fiskifélag Islands, Hafrannsóknarstofnun og Raunvísinda-
stofnun Háskóla Islands. Þegar væri í notkun reiknilíkan til að meta
hinar ýmsu stjórnunarleiðir. Sami starfshópur ynni að endurbótum
og útvíkkun á reikniaðferðum við stofnstærðarmat og mælingu
sóknar í fiskstofna (Alþingistíðindi 1983-1984 B: d. 1691).
Ákvörðun um fiskveiðistefnu hefði ekki verið tekin en Alþingi
þyrfti að veita ráðherranum umbeðnar heimildir til þess að unnt
væri að setjast niður með hagsmunaaðilum á næstunni til að marka
þessa stefnu. Ráðherra sagðist vonast eftir því að um þetta gæti
orðið sem best samstaða á þinginu og einnig í landinu. Hér væri