Skírnir - 01.09.2011, Page 47
SKÍRNIR VARÐ ÞJÓÐÞINGIÐ AÐ ÞJÓFÞINGI ? 277
þessu frumvarpi. Næstum allir þeir, sem nefndin ræddi við, mæltu með
samþykkt frumvarpsins. Fór það saman við ályktun fiskiþings. Lögðu
viðmælendur yfirleitt áherslu á nauðsyn nýrra stjórnunaraðferða í stað
„skrapdaga-kerfisins" og mæltu þá með kvótakerfi. Þess ber þó að geta að
flestir töldu kvótakerfið að vísu gallað og erfitt í framkvæmd, en þó óhjá-
kvæmilegt að gera tilraun með það í eitt ár eins og frumvarpið sjálft gerir
ráð fyrir.
Nefndin er sammála um að kvótakerfið hafi ýmsa ókosti í för með sér
sem stjórnunaraðferð í fiskveiðum. I ljósi þess, sem að framan er greint, og
jafnframt þess, að ekki hefur verið bent á aðrar færari leiðir í þessu efni,
telur nefndin rétt að kerfi þetta verði reynt í eitt ár. Nefndarmenn leggja
áherslu á að endurskoðun á fyrirkomulagi þessu fari fram tímanlega.
(Alþingistíðindi 1983-1984 A2: 1329)
í umræðunum í Neðri deild kom í ljós að einn stjórnarþingmaður,
Guðmundur H. Garðarson, var andvígur frumvarpinu á svipuðum
forsendum og nafni hans Einarsson. Afstaða Guðmundar H. Garð-
arssonar var ekki léttvæg. Hann var einn af helstu áhrifamönnum í
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, á þessum árum m.a. formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Guðmundur var einnig
fulltrúi og ritari Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1961-1987. I
yfirgripsmikilli ræðu kvað hann m.a. meðferð málsins óvandaða og
að hagsmunasamtök í sjávarútvegi og fiskiðnaði ættu ekki að ráða
alfarið hvaða stefna yrði tekin í þessum málum.13 Með frumvarpinu
væri stigið eitt örlagaríkasta skrefið sem tekið hefði verið í at-
vinnusögu Islendinga í áratugi. Samkvæmt frumvarpinu myndi einn
maður hafa alræðisvald við framkvæmd laganna. Engin dæmi væru
til í sögu þjóðarinnar um slík lög. Ríkisstjórnin eða Alþingi ættu að
skapa það aðhald að ráðherra hefði þetta vald með mjög ákveðnum
takmörkunum.
Þrír þingmenn stjórnarandstöðuflokka — Kjartan Jóhannsson,
Alþýðuflokki, Guðmundur Einarsson og Kristín Halldórsdóttir,
Kvennalista — fluttu saman breytingatillögu við 10. gr. frumvarps
ríkistjórnarmeirihlutans. Þar sagði að ráðherra gæti, að fengnum til-
lögum Hafrannsóknarstofnunar, ákveðið hámark þess afla sem
13 Ræða Guðmundar H. Garðarssonar er í Alþingistídindum 1983-1984 B: d. 1707-
1714.