Skírnir - 01.09.2011, Side 58
288
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Frá sjónarhóli vandaðrar stefnumótunar í lýðræðisþjóðfélagi var
með upptöku kvótakerfisins, að mínu mati, valin ein hin versta leið.
Eða réttara sagt: Einungis var hugað að sjónarmiðum hagkvæmni og
að stöðva ofveiði. Hvorki sjávarútvegsráðherra né þingmeirihluti
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fjölluðu nokkru sinni um
spurningar um réttlæti, t.d. að þjóðin fengi afgjald frá þeim sem
nýttu hina sameiginlegu auðlind. Einnig voru öll grundvallaratriði
um stefnumótun í fulltrúalýðræði að engu höfð. Einkum hlýtur
hlutur Alþingis að teljast klénn í ljósi þess hlutverks sem æðsta lög-
gjafarsamkoma þjóðarinnar og stjórnmálaflokkar landsins eiga að
gegna við að tryggja eins og frekast er unnt framgang lýðræðis og
almannahags. Einn stjórnmálamaður, Halldór Ásgrímsson, var í
lykilhlutverki við að fá gjafakvótakerfið samþykkt. Hann vann að
málinu af mikilli þekkingu og atorku; sjálfur hafði Halldór reynslu
af sjómennsku og útgerð, en faðir hans var útgerðarmaður á Höfn
í Hornafirði. I kosningunum 1983 var Halldór efsti maður á lista
Framsóknarflokksins á Austurlandi og fyrsti þingmaður kjördæm-
isins. Vilji Halldórs var einbeittur og þétt að baki honum stóðu þeir
þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem voru bein-
tengdir útgerðarfyrirtækjum landsins.191 lýðræðisþjóðfélagi er eðli-
nýtingu um leið og samdar eru almennar leikreglur. Þar með stendur val um
stjórnunaraðferðir við auðlindanýtingu ekki eingöngu á milli ríkisforsjár eða einka-
væðingar. Á tímabili fiskveiðisamþykkta við stjórnun fiskveiða voru íslendingar
í reynd að fara slíka leið. Ostrom hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009, fyrst
kvenna en hún er reyndar stjórnmálafræðingur og fyrrum formaður Félags
bandarískra stjórnmálafræðinga, American Political Science Association. Þór-
ólfur Matthíasson hefur rannsakað stjórnun aðgangs að nýtingu fjögurra tegunda
sjávarfangs á Islandi, rækju, síldar, loðnu og þorsks. Meginniðurstaða hans (2003:
1) er að í öllum tilfellum var ekki gripið til ráðstafana fyrr en viðkomandi stofn
var að hruni kominn. Aðgangur var þá takmarkaður við þá sem höfðu veiði-
reynslu. Mismunandi reglur giltu hins vegar um aðkomu þeirra sem ekki höfðu
fyrri veiðireynslu. „It may be concluded that the management of fisheries by
ITQ (individual transferable quota) system may be a historical accident, rather
than the end point of a logical evolution.“ Þetta er, að mínu mati, lýsing á ómark-
vissri stefnumótun sem er mjög andstæð hinni þriðju leið við nýtingu sameigin-
legra auðlinda.
19 Tveir þingmenn, Stefán Guðmundsson og Valdimar Indriðason, voru mjög
áhrifamiklir við meðferð og samþykkt frumvarpsins. Stefán var formaður sjávar-
útvegsnefndar Neðri deildar en Valdimar formaður sömu nefndar í Efri deild.
Báðir voru nátengdir útgerðarhagsmunum. Stefán var m.a. framkvæmdastjóri Ut