Skírnir - 01.09.2011, Page 59
SKÍRNIR
VARÐ ÞJÓÐÞINGIÐ AÐ ÞJÓFÞINGI ?
289
legt að stjórnmálaflokkar og þjóðþingið hlusti á fulltrúa og samtök
sérhagsmuna. Hins vegar er óeðlilegt að sérhagsmunir ráði alfarið
för. Eðli sérhagsmuna er slíkt að þar er fyrst og síðast staðinn
vörður um skammtímahag án þess að taka mið af almannahags-
munum þegar til lengri tíma er litið. Við mótun fiskveiðistefnunnar
áttu þjóðþingið og stjórnmálaflokkarnir að vera í öndvegi en ekki
hagsmunasamtök eða einstakir ráðherrar og kjördæmaþingmenn.
Þegar upp var staðið hafði eigendum fiskiskipa verið afhent dýr-
mætasta sameign þjóðarinnar til eigin fénýtingar. I landinu urðu til
lénsherrar, sannkallaðir „Sægreifar“, sem höfðu í sínum höndum
örlög einstakra sjávarbyggða og í reynd landsins alls. „Gjafakvóta-
kerfið“ er sennilega réttnefni.20
Saga lýðræðisþróunar kennir okkur að algjör kyrrstaða lýðræðis
er yfirleitt ekki í boði og allra síst á tímum óvissu og erfiðleika.
Miklu máli skiptir að feta þá leið við stefnumótun í mikilvægustu
málum sem kallar fram jákvæða hringrás lýðræðis þegar löggjöf og
framkvæmd stefnu styrkja innviði þjóðfélagsins, félagsauðinn, sem
felst í hugviti og framtaki fólksins sjálfs. Islensku fiskveiðisam-
þykktirnar um og eftir aldamótin 1900 voru af þessu tagi. Stjórn-
gerðarfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki 1971-1981, sbr. Alþingismannatal 1996:
387. Valdimar var framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness
1960-1991 og jafnframt Vélsmiðjunnar og Heimaskaga frá 1971; í stjórn LÍÚ frá
1970 og formaður FÍB (Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda) 1973-1978, sbr.
Alþingismannatal 1996: 414.
20 Rannsókn mín á tilurð „gjafakvótakerfisins“ staðfestir fyrri niðurstöðu Halldórs
Jónssonar (1990:139): „Kvótafyrirkomulagið var valið á þeirri forsendu að hags-
munaaðilar í sjávarútvegi gátu, á tilteknum tíma við tilteknar aðstæður, sætt sig
við það. Fyrirkomulagið var ekki valið að undangenginni ítarlegri rannsókn til að
meta kosti og galla fyrirkomulagsins, með tilliti til þeirra markmiða sem sam-
rýmast hagsmunum heildarinnar. Fyrirkomulagið var ekki valið að frumkvæði
ríkisvaldsins. Stjórnmálaflokkar höfðu ekki stefnu í málinu og Alþingi hafði nán-
ast engin áhrif á stefnumótunina, þannig var ekki um lýðræðislega ákvörðunar-
töku að ræða. Þannig er ljóst að þeir aðilar sem helst eru líklegir til að gæta
þjóðarhagsmuna hafa nánast engin áhrif á stefnumótunina. En skynsamleg nýting
fiskistofna er sá efnahagslegi grunnur sem allt íslenskt þjóðfélag byggir á.“
Hér hefur ekki verið gerð grein fyrir tillögum íslenskra fræðimanna um hag-
kvæma og réttláta fiskiveiðistjórnun, sbr. t.d. Þorkel Helgason og Orn D. Jóns-
son (1990). Það bíður væntanlegrar tímaritsgreinar minnar sem mun fjalla um
tilurð ótímabundinna laga um fiskveiðistjórnun frá árinu 1990. Fyrir lagasetn-
inguna var m.a. mikið fjallað um þær tillögur.