Skírnir - 01.09.2011, Page 68
298
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
Um vorið fóru þeir saman í Skagafjörð, Kolbeinn og Sighvatur, og
kölluðu saman þingmenn úr þeim goðorðum sem Kolbeinn átti og
fór Sighvatur þess á leit við þá að þeir settu saman bú handa hinum
unga höfðingja. Vikust bændur vel undir það og settist Kolbeinn
að í Ási í Hegranesi. Það kom fljótlega í ljós að Kolbeinn var gott
höfðingjaefni þótt Sighvatur réði mestu með honum meðan hann
var ungur (Sturlunga saga I 1946: 311). Seinna fékk svo Kolbeinn
heimildir á þeim goðorðum sem annar höfðingi Ásbirninga, Brand-
ur Kolbeinsson frændi hans, átti, en þau virðast hafa verið eitthvað
fleiri en goðorð Kolbeins (Sturlunga saga II 1946: 69).
Hér má greina svipað mynstur og þegar Sighvatur náði héraðs-
völdum í Eyjafirði, en með tilbrigðum þó. Það er augljóslega eignar-
haldið á goðorðunum sem Kolbeinn byggir á tilkall sitt til ríkis í
Skagafirði; án goðorðanna hefði hann ekki átt neitt valdatilkall.
Meginvandi Kolbeins er hins vegar sá að hann er svo félítill þegar hann
kemur til landsins að héraðsmenn verða að efna til samskota handa
honum svo hann geti sett saman bú með sómasamlegum hætti. En
það er ýmislegt sem léttir Kolbeini róðurinn. Fyrir það fyrsta nýtur
hann stuðnings Sighvats Sturlusonar í valdatilkalli sínu, en mestu tel
ég skipta að góð samstaða var innan Ásbirningaættarinnar sem sést
best á því að Brandur Kolbeinsson lét Kolbein fara með goðorð sín
auk þess að vera nánasti trúnaðarmaður hans og vinur. Hér skiptir
einnig máli að ríki Ásbirninga var orðið rótgróið, þegar hér er komið
sögu, og Skagfirðingar og Austur-Húnvetningar vanir að hafa yfir
sér héraðshöfðingja. Héraðsmenn hafi því verið tilbúnir til að skjóta
stoðum undir veldi Kolbeins enda hafi þeim sýnst pilturinn efnilegur.
Það hefði hins vegar lítið þýtt fyrir Sighvat að koma til Eyja-
fjarðar félítill og eignalaus og ætla sér að byggja þar upp nýtt héraðs-
ríki þótt hann hefði heimildir á goðorðunum á svæðinu. Til að geta
byggt upp héraðsríki frá grunni hefur höfðinginn þurft að hafa rúm
fjárráð auk heimilda á goðorðum svæðisins. Sighvatur var vel efnum
búinn þegar hann kom í héraðið og þurfti því ekki að biðja neinn um
neitt auk þess sem hann náði fljótlega tangarhaldi á Grund, einu
mesta stórbýli Eyjafjarðar.12 Grundvöllurinn undir valdatöku
12 Sighvatur og Halldóra höfðu komið undir sig fótunum meðan þau bjuggu á