Skírnir - 01.09.2011, Page 69
SKÍRNIR
AÐ HALDA FORMANN MEÐ KOSTNAÐI
299
þeirra beggja Sighvats og Kolbeins eru þó goðorðin; án þeirra gat
enginn orðið héraðshöfðingi á þessum tíma.13
Um 1220 höfðu hin nýju ríki þeirra bræðra, Snorra og Sighvats,
að mestu fengið þá umgjörð sem þau síðan höfðu og hélst ríkja-
skipan í landinu lítið breytt næstu tvo áratugi. Á Vesturlandi, utan
þess svæðis sem Snorri réði, varð þó talsverð uppstokkun á skipan
goðorða sem lauk með því að Sturla Sighvatsson hafði lagt grunn-
inn að héraðsríki í Dölunum og á sunnanverðum Vestfjörðum
nokkru áður en hann féll á Örlygsstöðum og líklega hefði það ríki
fest sig í sessi ef Sturla hefði lifað.
Höfðingjum svarin hollusta
Með ósigri Sturlunga á Örlygsstöðum 21. ágúst 1238 gerbreyttist
hin pólitíska staða á Islandi og öll valdahlutföll innan höfðingja-
stéttarinnar röskuðust. Veldi Sturlunga hrundi eins og spilaborg og
eftir stóðu fimm stórríki, ríki Ásbirninga, Haukdæla og Oddaverja
svo og þau tvö ríki sem höfðingjar af Svínfellingaætt réðu á Austur-
og Suðausturlandi. Þar að auki héldu nokkrir smærri valdakjarnar
velli svo sem veldi þeir Þórðarsona, Sturlu og Böðvars, á Snæfells-
nesi, svo dæmi sé tekið, og goðorð allsherjargoðans. Þannig var
staðan í megindráttum næstu árin þar til yngsti sonur Sighvats,
Þórður kakali, gekk á land á Gásum við Eyjafjörð árið 1242 og setti
allt á annan endann að nýju.
Sumarið 1245 höfðu deilur þeirra Kolbeins unga og Þórðar
kakala staðið linnulítið í um það bil þrjú ár. Kolbeinn hafði verið
krankur um nokkurra mánaða skeið og fann nú dauðann fara að
sér. Hann lagði því áherslu á það síðustu vikurnar sem hann lifði að
Vesturlandi. Hann hafði fengið heimildir á Hjarðarholti í Dölum, 60 c stað sem
auk þess átti ítök í nokkrum öðrum jörðum. Hann var einnig í vináttu við Helgu
Gyðudóttur á Brjánslæk sem átti mikið land. Sighvatur fékk land frá henni en lét
hana hafa bústofn í staðinn. „Og dróst með því stórfé undir Sighvat,“ segir í Is-
lendingasögu (Sturlunga saga I 1946: 234-235).
13 Hér er enn og aftur rétt að minna á innbyrðis skyldleika höfðingjaættanna. Kol-
beinn var bróðursonur Halldóru konu Sighvats og naut atfylgis hans rétt eins og
Sighvatur var mágur Arnórs Tumasonar sem ásamt öðrum studdi hann til valda
í Eyjafirði.