Skírnir - 01.09.2011, Page 84
314
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
þessu haft puttana í. Það þurfti ekki ýkja næmt pólitískt nef til að átta
sig á að áður en langt um liði yrði hið sama uppi á teningnum á Is-
landi, enda leið ekki nema um áratugur frá falli þjóðveldisins þar til
Árni biskup Þorláksson tók upp þráðinn frá fyrirrennara sínum,
Þorláki helga, og krafðist yfirráða yfir kirkjueignum (Helgi Þor-
láksson 1982: 87). Missir teknanna af kirkjustöðunum hefði orðið
grafalvarlegt mál fyrir héraðshöfðingjana því varla hefðu persónu-
legar eignir þeirra dugað til að halda uppi þeirri risnu og starfsemi
sem slíkir höfðingjar þurftu á að halda. Hér er þó rétt að minna á að
við vitum lítið hve miklar persónulegar eignir hinir ýmsu höfðingjar
áttu að þeim bræðrum Snorra og Þórði undanskildum.27 Hafa ber
einnig í huga að það er tvennt ólíkt, ríkidæmi í jörðum og rúm
lausafjárstaða, eins og Helgi Þorláksson hefur bent á varðandi þá
Þorgils skarða og Þorvarð Þórarinsson.
Það má því segja að heimildir íslensku goðorðsmannanna á stöð-
unum og tekjum þeirra, sem þeir náðu undir sig á 11. og 12. öld og
urðu síðan einn mikilvægasti fjárhagsgrundvöllur héraðsríkjanna,
hafi að lokum orðið helsta hindrun þess að hægt væri að skapa þess-
um sömu ríkjum þær tekjur sem þurfti til að þau héldu velli. Að
missa yfirráð yfir eignum kirkjunnar hefði að öllum líkindum þýtt
endalok héraðsríkjanna, að minnsta kosti í þeirri mynd sem þau
voru á fyrri hluta 13. aldar, og að héraðshöfðingjarnir glötuðu völd-
um sínum. Kröfur kirkjunnar um yfirráð yfir eignum sínum héngu
því sem Demóklesarsverð yfir höfðum héraðshöfðingjanna.
Lokaorð
Þegar komið var fram undir miðja 13. öld hrjáði margþætt og al-
varleg kreppa íslenskt samfélag. Tvöfalt valdakerfi var um það bil að
myndast. Landið skiptist í nokkur héraðsríki sem áttu sér enga
formlega stoð í lögum og innan þeirra var að verða til vísir að nýju
stjórn- og félagskerfi við hlið hinna fornu valdastofnana á Alþingi.
27 Gunnar Karlsson (2004: 327) telur eignir Þórðar um 1240 hundraða samkvæmt
Islendingasögu, en hugsanlega hefur ráðstöfunarfé hans verið eitthvað meira ef
kirkjustaðir, sem hann hafði heimildir á, eru reiknaðir með. Um eignir Snorra
hefur verið fjallað hér að framan.