Skírnir - 01.09.2011, Page 86
316
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
SKÍRNIR
anna, kirkjunnar manna og stórbænda, að leita til utanaðkomandi
aðila um lausnir á vandanum, og sá eini sem virtist fær um það var
Hákon gamli Noregskonungur. Með því að ganga honum á hönd
losnuðu bændur við þann ófrið sem fylgdi valdabaráttu höfðingj-
anna og með því að efla konungsvaldið sinnti kirkjan líka hlutverki
sínu því henni beinlínis bar að styðja við völd hins réttláta konungs
og stuðla að friði. Höfðingjastéttin hefur síðan reynt að tryggja
hagsmuni sína með þjónustu við konungsvaldið gegnum lögmenn-
ina á Alþingi og sýsluvöld. Þetta kom hvað skýrast fram í þeim sátt-
málum sem seinna voru samþykktir á Alþingi þegar nýir konungar
voru hylltir, en þar er lögð mikil áhersla á að lögmenn og sýslu-
menn séu íslenskir.
Þegar hér var komið sögu má því segja að fáir hafi talið ástæðu
til að viðhalda íslenska þjóðveldinu, enda verður þess ekki vart að
nokkur maður hafi haft uppi tilburði í þá átt.
Heimildir
Axel Kristinsson. 1991. Goðavald og ríkisvald. Óbirt cand. mag.-ritgerð. Reykja-
vík. [Höfundur gaf góðfúslegt leyfi sitt til að vitnað væri í ritgerðina].
Axel Kristinsson. 2010. Expansions: Competition and Conquest in Europe since the
Bronze Age. Reykjavík: ReykjavíkurAkademían.
Gunnar Karlsson. 2004. Goðamenning: Staða og áhrif goðorðsmanna íþjóðveldi Is-
lendinga. Reykjavík: Heimskringla — Háskólaforlag Máls og menningar.
Halldór Kiljan Laxness. 1943. Islandsklukkan. Reykjavík: Helgafell.
Helgi Þorláksson. 1982. „Stéttir, auður og völd.“ Saga. Tímarit Sögufélags 20: 63-113.
Helgi Þorláksson. 1989. Gamlar götur og goðavald: Um fornar leiðir ogvöld Odda-
verja í Rangárþingi. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 25. Reykjavík: Sagnfræði-
stofnun Háskóla íslands.
Helgi Þorláksson. 2010. „Milli Skarðs og Feykis: Um valdasamþjöppun í Hegra-
nesþingi í tíð Ásbirninga og um valdamiðstöðvar þeirra.“ Saga. Tímarit Sögu-
félags 48 (2): 52-93.
Islenzkt fornhréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga,
og aðrar skrár, er snerta Island eða íslenzka menn I—III. 1857-1896. Kaup-
mannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag.
Jón Viðar Sigurðsson. 1989. Frá goðorðum til ríkja: Þróun goðavalds ál2. og 13. öld.
Sagnfræðirannsóknir. Studia historica 10. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Há-
skóla Islands.
Jón Viðar Sigurðsson. 1999. Chieftains and Power in the Icelandic Commonwealth.
The Viking Collection. Jean Lundskær-Nielsen þýddi. Odense: Odense Uni-
versity Press.