Skírnir - 01.09.2011, Qupperneq 90
320
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
Ætlunin er að draga saman þau orð í kvæðum hans sem ég fann elst
dæmi um í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (hér eftir Rm).2 Eg
mun sýna dæmi um þau orð sem ég tel að Jónas sé höfundur að en
birta í greinarlok lista yfir þau orð sem mér hefur tekist að rekja
fyrst til hans.3
2. Orð eignuð Jónasi
Engin leið er að fara yfir hvert einstakt kvæði Jónasar í stuttri grein.
Nefnd verða nokkur dæmi um eigin ljóð hans en síðan verður
fjallað um nokkra flokka orðmyndana sem Jónas virðist hafa haft dá-
læti á.
Nýyrðin í kvæðum og ljóðaþýðingum Jónasar skiptast nokkuð
jafnt í tvo flokka, nafnorð og lýsingarorð, og er í öllum tilvikum
um samsett orð að ræða. Þau reyndust vel á þriðja hundrað. Aðeins
ein sögn kom fram við þessa leit, sögnin dimmgjalla, í kvæðinu
Dagrúnarharmur eftir Friedrich Schiller sem fjallað verður um í 2.2.
2.1 Eigin ljóð
Eitt af þekktustu kvæðum Jónasar er Gunnarshólmi (77-79). Þar er
mörg orð að finna sem Jónas virðist hafa búið til: sumarvegur,
fagurtær (2x), hamrabúi, byggðarbýli, spegilskyggndur, hrafntinnu-
þak, sveitarblómi, klógulur, birkiþröstur, rausnargarður, öldufalla-
eimur, hafgangur, borðfagur, skeiðfrár, sjávargrand, frægðarhetja,
ógnarbylgja, sólroðinn. Orðin falla svo vel að efni kvæðisins, eru
svo lýsandi að lesandinn sér landið fyrir sér sem opna bók. Sólin
skein yfir landið á sumarvegi. Hann sér fagurtæra lind himinblám-
ans, byggðarbýlin smáu, spegilskyggnd hrafntinnuþök og lítur sælan
2 Ritmálsskráin er aðgengileg á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum (www.arnastofnun.is). Hana verður þó að taka með þeim fyrirvara að
ýmislegt kann að vera ólesið og óorðtekið af eldri ljóðabókum sem finna má
eitthvað bitastætt í og eins hafa orðabókarmenn hugsanlega lesið fram hjá orðum
hjá eldri höfundum og þau því ekki komist á seðla og síðar í skrána.
3 Stuðst verður við útgáfu Svarts á hvítu frá 1989 og blaðsíðutöl innan sviga vísa til
fyrsta bindis verksins. Ef vísað er til Ritmálsskrárinnar stendur Rm í sviga aftan
við dæmið.