Skírnir - 01.09.2011, Page 92
322
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
2.1.1 Litir
Liti notaði Jónas til þess að gefa lýsingum sínum ákveðinn blæ,
stundum mjúkan, stundum hvassan. Þeir litir sem koma fyrir í
nýmyndunum hans eru blár, hvítur, gulur, grœnn, bleikur, gull og
silfur (sjá Jakob Benediktsson 1987). Oftast notar hann bláan lit í
samsettum nafnorðum og lýsingarorðum. Alls eru þau orð tíu: blá-
faldinn, bládögg, bláfagur, blástirndur, bláljós, blásvell, bláalda,
blágras, hafblár og ísblár. I ljóðinu Batteríski syndarinn er talað um
brimskafl bláfaldinn (5). I Saknaðarljóði notar Jónas orðið bládögg
(74) til þess að sýna að ævi þess sem hann yrkir um er rétt að byrja:
þegar röðull
á rósir skein
og bládögg beið
á blómi sofanda.
Orðið bládöggvaður kemur fyrir í Sólsetursljóði (142), en vel má vera
að Jónas hafi það frá Oddi Hjaltalín sem notar orðið í grasafræði sinni
sem gefinvar út 1830, „stöngullinn ... bládöggvaðr“ (1830: 147).
Björt blágrös eru nefnd í Ferðalokum (221):
Hlóðstu mér að höfði
hringum ilmandi
bjartra blágrasa,
og hafblá alda í kvæðinu Á sumardagsmorguninn fyrsta (147):
og hafblá alda’ og himinskin
hafa mig lengi átt að vin.
en bláalda í þýðingu á ljóðinu Berst mér þá hjarta eftir Heine (181).
bláöldur blíðastar
blárra drauma
hjartað mitt ungt
yfir haf bera.
Og elfur ísbláar líða fram grundir í kvæðinu Kveðja og þökk ís-
lendinga til Alberts Thorvaldsens (98). Heldur kuldalegri er blái lit-
urinn í Grátittlingurinn (164):