Skírnir - 01.09.2011, Page 93
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
323
Ég fann á millum fanna
í felling á blásvelli
lófalága við þúfu
lítinn grátittling sýta.
Um önnur orð með blá- sem forlið verður fjallað síðar í greininni.
Aðrir litir koma sjaldnar fyrir. Þar má nefna hvítan lit á tveimur
stöðum, annars vegar í kvæðinu Island en hins vegar í Kveðja og
þökk íslendinga til Alberts Thorvaldsens:
ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir! (63)
og mæður málblíðar
mundhvítra snóta (99)
Aðeins eitt dæmi er um gulan, grcenan og bleikan lit og eitt dæmi er
um forliðina gull- og silfur-:
Klógulir ernir yfir veiði hlakka; (77)
Nú er vetur úr bæ / rann í sefgrænan sæ (106)
Aldin, akur / íturbleikur (18)
Ganga gullfcett t um götur bláar / og læðast léttfætt / ljósin uppsala; (173)
skýin sem sigla fram silfurglitaðan boga (36)
Öll eru orðin nýtt til þess að ná fram sannfærandi áhrifum náttúr-
unnar. Engin dæmi fundust um að Jónas hefði nýtt sér forliðina
rauð- og svart- til nýmyndunar.
2.1.2 Fagur
Jónas hefur haft miklar mætur á lýsingarorðinu fagur. Alls eru
nýmyndanir hans þrettán, tíu sem hafa -fagur að síðari lið og þrjár
þar sem fagur- er forliður þriggja lýsingarorða en sum orðanna eru
notuð oftar en einu sinni. Þessi þrettán orð eru: ástfagur, bakka-
fagur, bláfagur, borðfagur, brjóstafagur, brosfagur, guðfagur, heið-
fagur, mundarfagur, vonfagur, fagurleiftrandi, fagurreifður og
fagurtær.
Jónas notar ástfagur í tveimur ljóðaþýðingum. Annað ljóðið er
Dagrúnarharmur eftir Friedrich Schiller: