Skírnir - 01.09.2011, Page 95
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
325
Bunulækur blár og tær! / bakkafögur á í hvammi! (180)
Var hún mér æ / sem á vorum ali / grös in grænu / guðfögur sól. (71)
þúsund alda / að þreyta skeið / heiðfagran gegnum / himinbláma (89)
Vorblómin, sem þú vekur öll / vonfögur nú um dal og fjöll, (147)
Borðfagur er notað í velþekktri skipslýsingu í Gunnarshólma:
Um trausta strengi liggur fyrir landi
borðfögur skeið með bundin segl við rá; (78)
Lýsingar fagurleiftrandi, fagurreifður og fagurtœr eru öll notuð í
náttúrulýsingum:
..., þá er / frelsiröðull á fjöll og hálsa / fagurleiftrandi geislum steypti; (136)
Fellur þá faldur / inn fagurreifði / hallur af höfði / hafibornri mey — (10)
í himinblámans fagurtæru lind (77)
sólarylur, blíður blær, / bunulækur fagurtær! (180)
2.1.3 Stjarna
Jónas hefur haft dálæti á orðinu stjarna.4 í ljóðum hans koma fyrir
guðsstjarna, sjónstjarna, vallarstjarna, vegstjarna og vonarstjarna
auk orðanna ástarstjarna og blástjarna.
Guðsstjarna og vegstjarna koma báðar fyrir í afar ljúfu erindi
Til herra Finns Magnússonar:
Gleðji þig guðsstjörnur
sem gladdi best
mig, og mörgu sinni,
vegstjarnan fagra
visku þinnar,
ástjarðar ljúfasta ljós! (157)
Vegstjarna kemur einnig fyrir í þýðingunni á Sólsetursljóði eftir
G.P.R. James:
Hníg nú hóglega,
hægt og blíðlega,
vegþrevtir vindsala!
ó, vegstjarna! (142)
4 Umstjörnur íljóðum Jónasar ræðir Matthías Johannessen (1993) í greininni „Trú,
fegurð og vísindi".