Skírnir - 01.09.2011, Síða 97
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
327
Lít eg það margt
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða.
blástjörnur augum,
liljur ljósri hendi. (50)
Aðeins eitt lýsingarorð hefur stjörnu- að forlið. Það er orðið
stjörnuskininn sem Jónas notar tvisvar í mann- og náttúrulýsingum.
Annað skiptið er í ljóðinu Skrevet i N. K.s stambog:
Sérattu Snæfells / snjóvga tind / ... / stjörnuskininn / á strönd bíða, (58)
og hitt í Alþing hið nýja:
siglir særokinn. / sólbitinn slær / stjörnuskininn stritar. (112)
2.1.4 Himinn, haf og land
Ekki er að undra þótt náttúruskáldið Jónas nefni oft orð sem tengj-
ast himni, hafi eða landi á einn eða annan hátt. Þar má nefna for-
liðina himin-, haf-, mar-, foldar-, land- og svarðar- sem flestir koma
einnig fyrir sem viðliðir.
Sex orð hafa himin- sem forlið: himinás, himinbjartur, himin-
braut, himinbros, himinfólginn og himinskin og eitt orð hefur -him-
inn sem síðari lið, vonarhiminn. Eitt er notað í kvenlýsingu, hin um
náttúruna. Af þessum orðum kemur himinás fyrir í tveimur ljóðum,
Begyndelsen af Ossians Carricthura og Ad amicum, þar sem sömu
tvær ljóðlínurnar koma fyrir í báðum kvæðunum. Orðin sjö nýtir
Jónas í eftirfarandi ljóðlínum:
Heim sér eg hverfa / á himinásum, (11,21)
Festingin víða, hrein og há / og himinbjörtu skýin blá (145)
Nú er um heiðar / himinbrautir / för þín farin / yfir frjóvga jörð. (140)
hvít er hönd á snótu, himinbros á kinnum, (49)
Hátt á himinfólgnum stig / hleyp eg skrýddur í morgunsins roða. (31)
og hafblá alda’ og himinskin / hafa mig lengi átt að vin. (147)
Vaka þá og skína / á vonarhimni / alskærar stjörnur, (139)