Skírnir - 01.09.2011, Qupperneq 98
328
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
Orð um hafið sem Jónas hefur myndað eru hafgangur, hafskaut,
hafsæng, hyldýpishaf mararskaut, marblæja, sjávargrand, bylgju-
skraut og ógnarbylgja:
því hafgang þann ei hefta veður blíð / sem voldug reisir Rán á Eyjasandi (78)
Hníg þú hóglega / í hafskautið mjúka / röðull rósfagur! (145)
Hóglega, hæglega, / á hafsæng þýða, /sólin sæla! / síg þú til viðar. (140)
Þá komu feðurnir frægu og friálsræðishetiurnar góðu / austan um hyldýpis-
haf (63)
man eg þig, er máni / að mararskauti / sígur silfurblár. (49)
þar rís hin fagra / feðra þinna / móðurmold / úr mararskauti. (96)
Marblæju votri varpar sér af herðum / vandlætishetian ... (117)
skínandi trjóna gín mót sjávargrandi. (78)
blíða ljós, / að bylgjuskauti / hnigið hæðum frá! (31)
lágan að sigra ógnarbylgju ólma / algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
(79)
Nokkur orð sem notuð eru um landið nýtir Jónas til nýmyndunar
án þess þó að nokkurt þeirra hafi forliðinn jarð-. Þau ná bæði til
mann- og náttúrulýsinga og eru fold, láð, land, mold og svörður.
Alls eru orðin átta: fjallafold, foldarblómi, foldarskart, foldarvargur,
kynland, landstólpi, móðurmold og svarðarmen.
Fyrr man inn ljósi / af landtöngum / fjallafoldar / ... I vörður víkja (58)
Þú elskar, Hulda! Eggert foldarblóma, (118)
„Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga ... (120)
Breiður þakinn bláum skafli / bundinn treður foldarvarg. (131)
Mundi þá hinn mikli / mögur Þorvaldar / kynland sitt kenna (98)
bóndi er bústólpi, / bú er landstólpi, því skal hann virður vel. (112)
þar rís hin fagra / feðra þinna / móðurmold_/ úr mararskauti. (96)
Hér liggja sofin / und svarðarmeni / elskuð æskublóm, (13)
2.1.5 Birta og dimma, hiti og kuldi
Jónas var skáld birtunnar og ljóssins. Sex orð fundust með Ijós ýmist
sem fyrri eða síðari lið, bæði nafnorð og lýsingarorð. Þau eru: Ijós-
beltaður, Ijósfari, Ijóshæfur, bláljós, fjörgjafarljós og uppheimaljós
og notuð í eftirfarandi ljóðlínum:
Ó, að þú mættir /augum leiða / landið loftháva / og ljósbeltaða, (98)
Nú mantu ljósfari / á loft um stiginn; (11)