Skírnir - 01.09.2011, Side 99
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
329
þar er líf í landi / og ljóshæfur andi. (244)
en sumarið blítt / kemur fagurt og frítt / meður fjörgjafarljósinu skæra. (106)
og öngva rödd og ekkert hljóð / uppheimaljósin sendi þjóð, (146)
Lýsingarorðið bláljós kemur fyrir í þýðingu á Sólsetursljóði eftir
G.P.R. James (143):
eins og náttöldur
norðurstrauma
bláljósar blika
birtu þína við.
Sólin veitir bæði birtu og yl og nýtir Jónas sér hana í nokkrum sam-
setningum nafnorða og lýsingarorða. Þær eru sólarbrekka, sólbit-
inn, sólgáraður, sólrobinn og ástarsól:
Lækur gott í lautu á, / leikur undir sólarbrekkum, (192)
siglir særokinn. / sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. (112)
„Leiður er mér sjávar sorti / og sólgáruð bára“ (155)
sólroðin líta enn hin öldnu fjöll / árstrauminn harða ... (79)
Á ástarsólina er minnst í 2.1.6.
Hlýju stafar frá orðunum ylfrjór, ylsköpuður og sálarylur á sama
hátt og orðin bylsenna, hrímhvítur, ísblár, klakabundinn, kulda-
hlekkur og snjókólga vekja kuldalegri tilfinningar:
Vonin vorblíða, / vonin ylfrjóva (143)
Blunda þú vært / í blæjum svölum, /ylsköpuður! (11)
og guðaveigar lífga sálaryl, (64)
En hretið kom að hvetja / harða menn í bylsennu, (163)
ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir! (63)
þar sem um grænar / grundir líða / elfur ísbláar (98)
rödd sem hrærði klakabundinn stein. (38)
kreppir ekki / kuldahlekkur, (232)
Snjókólgudaga hríðir harðar / til heljar draga blómann jarðar. (134)
Orðmyndun með hel- minnir bæði á myrkur og kulda. Þann forlið
notar Jónas í fimm orðum: helbrostinn, heldimmur, heldrómi, hel-
stirðnaður og helör. Helbrostinn kemur fyrir í þýðingu í Dagrún-
arharmi (sjá 2.2). Hin koma fyrir í eftirfarandi ljóðlínum: