Skírnir - 01.09.2011, Page 100
330
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
auganu hverfur um heldimma nótt / vegur á klakanum kalda. (75)
Helstirðnaður kemur fyrir í kvæðinu Meyjargrátur, þýðingu á ljóði
eftir Schiller (68):
helstirðnað brjóstið og löngunarsnautt (68)
og helör kemur fyrir í Dagrúnarharmi (sjá 2.2.). Orðið heldrómi
kemur fyrir í kvæðinu Batteríski syndarinn:
þá hörðum heldróma / sveiptur sárlega / um seinan vaknar (7)
Aðeins eitt til viðbótar á við dimmuna, myrkurstund í Andvöku-
sálmi (167):
Þú hefur mæðumarga / mvrkurstund oss í hjá / búið með böl og þrá,
Orðið söngdimmur kemur fyrir í Dagrúnarharmi (sjá 2.2).
2.1.6 Astin og vonin
Jónas hefur stundum verið nefndur ástarskáldið en dstin er samt
ekki áberandi í orðmyndun hans. Alls fundust sjö orð sem höfðu
ást(ar)- sem forlið en ekkert fannst með -ást að síðari lið. Orðin sjö
eru bæði nafnorð og lýsingarorð: ástarbál, ástarblíður, ástarnægur,
ástarson, ástarsól, ástarsæll og ástfagur. Um ástfagur var fjallað í
kaflanum um fagur (2.1.2). Ástarbál, ástarblíður og ástarson eru öll
notuð í mannlýsingum:
nú ræðst enginn á engi / (í ástarbáli fyrr sálast), / styttubands storð að hitta
(133)
hallast að góðrar / guðsmóður knjám / ungur Jóhannes / og ástarblíður.
,(101).
Farið er fjörvi, / fagur titrar / ungur ástarson, / andar þungan; (227)
I Hulduljóðum er Eggert látinn nefna ástarsælan stað:
prýði þér lengi landið það
sem lifandi guð hefir fundið stað / ástarsælan, ... (120)
og í kvæðinu Ásta spyr Jónas:
Veistu það, Ásta! að ástar
þig elur nú sólin? (166)