Skírnir - 01.09.2011, Page 101
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
331
Lýsingarorðið ástarnægur notar Jónas í fallegri kvenlýsingu:
Hvar er nú prýðin fljóða frægst,
móðurorð blíð á mjúkum vörum,
málfærið þýða ljúft í svörum,
upplitið fríða ástarnægst? (201)
En vonin er sjaldan langt frá ástinni og hana nýtir Jónas einnig í
ljóðum sínum. Fjögur orð fundust með von(ar)- að fyrri lið, bæði
nafnorð og lýsingarorð: vonarhiminn, vonarhýr, vonarstund og
vonfagur. Þau koma fyrir í eftirfarandi ljóðlínum og er eitt þeirra
persónulýsing:
Vaka þá og skína / á vonarhimni / alskærar stjörnur, (139)
þá gleðin skín á vonarhýrri brá? (64)
og vonarstundu köllum þennan dag (64, 65)
Um vonfagur var fjallað í 2.1.2 undir fagur.
2.1.7 Árstíðirnar
Jónas notar árstíðirnar lítið til nýmyndunar orða. Hann nýtir
hvorki haust né vetur og sumar aðeins í Gunnarshólma (77), þar
sem sólin skein yfir landið á sumarvegi, og í kvæðinu Vorvísa (231)
þar sem „Fjaðraléttir / flokkar þéttir / fugla þá / synda eftir sumará“.
Vorið virðist falla honum best og fimm orð fundust með vor- að
forlið: vorblíður, vorgola, vorgróði, vorómur og vorþökk.
Næturkul að austan/ vorgola að sunnan (60)
Vonin vorblíða / vonin ylfrjóva (143)
vorómur vinhlýr / vekur mér sálu. (235)
Ljóðið mitt litla, /léttur vorgróði! (235)
þann er senda lét / vonar fylling / vorþökkum með. (100)
2.2 Þýðingar á ljóðum annarra
Jónas þýddi allnokkur ljóð og eru 28 birt í útgáfu Svarts á hvítu. Þar
af eru tólf eftir Heinrich Heine og þrjú eftir Friedrich Schiller. Fjöl-
mörg orð eru í þessum kvæðum sem Jónas hefur myndað til að ná
fram efni kvæðanna en hinn knappi stíll sem hann velur sér oft