Skírnir - 01.09.2011, Page 102
332
GUÐRÚN KVARAN
SKÍRNIR
kallar á samsett merkingarrík orð. Ekki er unnt hér að gera öllum
kvæðunum skil en valin eru þrjú ljóð, Dagrúnarharmur eftir
Schiller og Næturkyrrð og Hispursmey stóð við ströndu eftir
Heine. Dagrúnarharmur er birtur með ljóðum Jónasar frá 1833-
1837 í útgáfu Svarts á hvítu á síðum 80-92 og Næturkyrrð og Hisp-
ursmey stóð við ströndu með ljóðum frá 1843-1845 á síðum
173-174 og 237.
Þýska heiti Dagrúnarharms er Die Kindsmörderin og var það
ort 1782. Ljóðið er langt, fimmtán erindi hjá Schiller en þrjátíu er-
indi hjá Jónasi sem valdi sér allt annan bragarhátt eða fornyrðislag.
Hann fylgir kvæði Schillers efnislega en ekki orðrétt. Kvæðið birt-
ist fyrst í Fjölni 1843.5
Jónas varð að búa til allmargar nýjar samsetningar til þess að ná
fram merkingu þýska kvæðisins. Þær eru: dimmgjalla, blómævi, eitur-
byrla, rósaband, lokkasafn, sakleysisklæöi, söngdimmur, ógnefldur,
grdtþrotinn, algleymisvxrb, bláfagur, morgunrós, ástfagur, hel-
brostinn, helör, sálarbruni og hjartaþungi. Þess má geta að Jónas
breytir nöfnum Josephs og Luise í Dagrún og Friðþjófur og tel ég
næsta víst að þau séu valin með tilliti til merkingar þeirra. Orðin
sautján verða nú borin að kvæði Schillers:
Samsetta sögnina dimmgjalla virðist eina sögnin sem Jónas hefur
myndað:
Heyri eg kirkju
klukkur dimmgjalla,
vísir er runninn
vegu sína alla,
Hér í fyrsta erindi kvæðisins lætur Jónas sér nægja eitt orð til þess
að lýsa slætti klukknanna þar sem Schiller notar þrjú og lesandinn
skynjar að eitthvað dapurlegt er framundan.
eiturbyrla Wir sind quitt, du Herzvergifterin!
ungra hjartna!
Horch’ — die Glocken hallen dumpf zusammen,
Und der Zeiger hat vollbracht den Lauf,
5 Um þýðinguna má lesa nánar hjá Páli Valssyni (1999: 379-381) og í IV. bindi í út-
gáfu Svarts á hvítu (Jónas Hallgrímsson 1989: 132-135).