Skírnir - 01.09.2011, Page 106
336
GUÐRÚNKVARAN
SKÍRNIR
Hvað er það eg heyri?
Hljómur ástfagur
og blíðmælt bergmál
í brjósti mínu;
eru það orð
unnustu minnar
eður sælla
söngfugla kvak.
Doch was rief dort? In mein Herze
Dringt der Töne Widerhall.
War es der Geliebten Stimme,
Oder nur die Nachtigall?
í þessu kvæði eru aðeins þrjú orð sem Jónas virðist hafa myndað:
gullfattur fyrir mit goldenen Fiifahen, skuggafingur fyrir Schatten-
arm og ástfagur í síðasta erindinu sem á sér enga beina samsvörun í
ljóði Heines. Annars staðar leyfir hann sér að umorða, notar t.d.
Ijósin uppsala þar sem Heine notar Sterne og Widerhall der Töne
verður hljómur ástfagur og blíðmœlt bergmál. Jónas staðfærir ljóðið,
býr til örnefnið Dalskógur, þar sem Heine talar aðeins um die stum-
men Wálder, og örnefnið Selfjall þar sem Heine talar aðeins um
Berg. Og næturgalinn, die Nachtigall, verður að söngfuglum.
í kvæðinu Hispursmey stóð við ströndu (237), Das Fráulein
stand am Meere (Heine: 205), er aðeins eitt orð sem telja má nýsmíð
Jónasar, orðið hispursmey þar sem Heine notar Fráulein (205).
Nafnorðið hispur í merkingunni ,tildur, sundurgerð‘ þekkist vissu-
lega frá 17. öld en ýmsir tóku orðið um tildurrófuna upp eftir
honum, t.d. Benedikt Gröndal og Stephan G. Stephansson, svo ein-
hverjir séu nefndir, og orðið varð fljótt vinsælt. Það kemur víða
fram í blöðum og tímaritum á næstu áratugum og er notað enn í
dag (www.timarit.is).
Niðurlag
Ég hef hér aðeins getað nefnt lítinn hluta þeirra orða sem Jónas
Hallgrímsson virðist hafa myndað í ljóðum sínum en vísa til annarra
í listanum sem fylgir greininni. Ur ljóðunum hef ég dregið saman
hátt á þriðja hundrað orða sem Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
hefur engin eldri dæmi um en frá honum. Vissulega eru mörg þeirra
stakdæmisorð, þ.e. Jónas er eina heimildin um orðið, en ennþá fleiri
hafa lifað áfram, verið nýtt af öðrum, og orðið hluti orðaforðans