Skírnir - 01.09.2011, Side 107
SKÍRNIR
VATNAREYÐAR SPORÐABLIK, ...
337
allt til þessa dags. Það er besti vitnisburðurinn um vel heppnaða
orðasmíð.
Orðasmíðin var mjög í anda samtímans og orðmyndun Jónasar
einföld. Hann notar stofnsamsetningar og eignarfallssamsetningar á
víxl , t.d. ást-/ástar-, von-/vonar-, sól-/sólar-, allt eftir því hvað
hentar í ljóðlínurnar. Það eru einmitt nýju orðin, sem Jónas bjó til,
sem gera það að verkum að ljóð hans eru flestum auðskilin, þau
skýra sig sjálf og orðin gæða myndirnar lífi.
Við leit í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans tók ég eftir því að
ýmis orð, sem voru elst merkt Jónasi, komu oft síðar fram í ljóðum
annarra 19. aldar skálda sem bendir til að orðasmíð hans hafi fallið
í góðan jarðveg. Nefna má Kristján Jónsson Fjallaskáld sem dæmi
en ljóðabók hans var fyrst gefin út 1872. Þar má nefna: ástarsœll,
ástarblíður, ástfagur, bláfagur, fjallbuna, frostkaldur, guðfagur,
gullfœttur, grátþögull, helstirðnaður, klakabundinn og klettaþröng.
Eg nefni aðeins fjögur dæmi.
JÓNAS
Kristján
grátþögull harmafugl hnípir hörpur grátþöglar
á húsgafli hverjum. (134) héngu vorar. (204)
Brostu björt augu
bláfögur móti
þar sem bláfögur
brostu augu (133)
ungur Jóhannes
og ástarblíður.
viknaði ástarblítt
engilhjarta. (129)
fjallbuna þylur
hið fagra nafn
glöð í grænum rinda.
Fjallbuna fagurtær
kveður nú ein með ástarskærum
rómi. (59)6
Það vakti einnig athygli mína hversu oft Benedikt Gröndal Svein-
bjarnarson nýtti sér orðasmíð Jónasar bæði í ljóðum og lausu máli.
Nefna má: bládögg, bláfagur, dagroði, deyfðarvani, döggsvalur,
6 Vísað er í 3. útgáfu frá 1911 sem kom út aukin í umsjón Jóns Ólafssonar.