Skírnir - 01.09.2011, Page 114
344
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þykir rétt að tilgreina ekki beint kristilegt siðgæði í ljósi breytinga á sam-
félaginu á undanförnum árum. Þessi breyting er í samræmi við ábendingar
frá ýmsum aðilum. (Frumvarp tillaga ... 2007-2008: 26)
Þessi fyrirhugaða breyting á áður nefndu orðalagi í grunnskólalög-
unum hratt af stað víðtækri umfjöllun um kristinfræðikennslu í
grunnskólum og samband kristni við almennt skólastarf. Við-
brögðin áttu trúlega sinn þátt í því að textinn sem var að lokum
samþykktur er þannig orðaður í nýjum grunnskólalögum: „Starfs-
hættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kœrleika, krist-
inni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi,
ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi."1 Orðun-
um „kærleika og kristinni arfleifð íslenskrar menningar" var þannig
bætt inn í þær tillögur sem fyrir voru. Setja má þessa umræðu í sam-
hengi nýrrar aðalnámskrár sem tók við af aðalnámskrá frá árinu
1999 í þrepum á tímabilinu 2007-2008,2 en fleiri umræður hafa þó
skapast um grunnskólalögin.
Hér mun ég fjalla um það hvernig þessar umræður um grunn-
skólalögin endurspegla ákveðna sýn á íslenska menningu og jafnvel
undirliggjandi áhyggjur af fjölmenningarlegu samfélagi samtímans.
Sumir töldu að með þessum breytingum væri verið að afnema
kennslu í kristinfræði í grunnskólum og að íslensku samfélagi eða ís-
lenskri menningu stafaði jafnvel sérstök ógn af þeim. I umræðunum
mátti sjá tilraun til að veita mjög stöðluðum hugmyndum um ís-
lenska menningu forræði. Eg tel að slíkar umræður veki jafnframt
upp alvarlegar spurningar varðandi stöðu einstaklinga sem tilheyra
trúarbrögðum sem eru í miklum minnihluta og hafa annars staðar
orðið fyrir fordómum, til dæmis stöðu múslima sem hafa sætt vax-
andi fordómum á síðastliðnum áratug (Rehman 2007).
1 Sjá grunnskólalögin á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins (Mennta- og
menningarmálaráðuneytið e.d); skáletrun er mín.
2 Aðalnámskráin tók gildi 1. ágúst 2007 og á vefsíðu menntamálaráðuneytisins er
hún sögð koma „til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2007-2008 eftir
því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar
en þremur árum liðnum frá gildistöku“, sjá Stjórnartíðindi 20. desember 2006. Nú
hefur ný aðalnámskrá tekið gildi frá og með 1. ágúst 2011 og kemur til fram-
kvæmda skólaárið 2011-2012, sjá Stjórnartíðindi 1. júlí 2011.