Skírnir - 01.09.2011, Page 119
SKÍRNIR HLUTGERVING ÍSLENSKRAR MENNINGAR 349
grunnskóla eigi að mótast af „gildum lýðræðislegs samstarfs, krist-
ins siðgæðis og umburðarlyndis" (Menntamálaráðuneytið 2006: 10)
Sá hluti aðalnámskrár sem snýr að trúmálum er titlaður „Kristin
fræði, siðgæði og trúarbragðafræði" en textinn sýnir að kristinni trú
er gert mun hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum. Er það í
raun sagt skýrum orðum í kaflanum sem fjallar um kristin fræði,
siðgæði og trú og orðað á svipaðan hátt og í almennum hluta aðal-
námskrárinnar: „Kristilegt siðgæði á að móta starfshætti skólans
ásamt umburðarlyndi og lýðræðislegu samstarfi. Þó að þetta eigi
við um skólastarfið almennt hlýtur kennsla í kristnum fræðum að
sinna þessum þætti sérstaklega" (Menntamálaráðuneytið 2007: 6).
Texti um mikilvægi kristinnar trúar fyrir menningu og þjóð má
finna nánast orðrétt í eldri námskrá frá árinu 1999. I hlutanum
„Nám og kennsla" er þó búið að bæta inn í námskrána frá 2007 að:
„Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun og er því fyrst
og fremst ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú“
(Menntamálaráðuneytið 2007: 6). Þegar texti áfangamarkmiða fyrir
þennan hluta námskrár er skoðaður má hins vegar sjá að þar er að
einhverju marki lögð áhersla á að kenna kristni fremur en um
kristni, eins og orðalagið að nemandi öðlist „þekkingu á kristinni trú
á Guð, föður, son og heilagan anda“ ber vott um (Menntamála-
ráðuneytið 2007: 8).
Einnig má velta fyrir sér hvaða áhrif það hafi á kennara að starfs-
hættir mótist af kristilegri arfleifð íslenskrar menningar? Eða að
starfshættir mótist af kristnu siðgæði eins og talað er um í aðal-
námskrá? Hvað finnst kennurum um þetta? Telur kennari, sem
aðhyllist íslam, ásatrú eða stendur utan trúfélaga, sig geta kennt í
þeim anda og vill hann eða hún móta starf sitt eftir gildum sem hann
eða hún aðhyllist ekki? Hvað með kennara sem telur sig kristinn að
einhverju leyti, vill hann eða hún að starfshættir mótist af kristilegri
arfleifð íslenskrar menningar? Hér held ég að grundvallarmunur
felist í því að kenna um eitthvað eða að starfshættir manns mótist af
einhverju. Ég myndi til dæmis treysta mér vel til að kenna um íslam
eða ásatrú, en fyndist næstum ógerlegt að starfshættir mínir
mótuðust af íslam eða arfleifð ásatrúar í íslenskri menningu.