Skírnir - 01.09.2011, Side 122
352
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
SKÍRNIR
svo að hann sé hér fyrst og fremst að vísa til eflingar trúarbragða-
fræðslu en notkun hans á orðinu „andspænis" vekur engu að síður
athygli. I umræðunum á Alþingi talar Höskuldur Þórhallsson (2007)
um að „ofsatrúarhópar“ séu
... eitt stærsta vandamál umheimsins. Fyrir þeim má aldrei hopa. Við
megum á hinn bóginn ekki ganga svo langt í umburðarlyndinu að megi ein-
hver ekki borða vissa matartegund í mötuneytum skóla af trúarástæðum
megi það heldur ekki nokkur annar. Þá væri um hinn svokallaða umburðar-
lyndisfasisma að ræða.
Hið sama má greina í orðum Þórunnar Kolbeins Matthíasdóttur
(2007):
Mér finnst, hæstv. forseti, að mikilvægt sé að standa á kristnum gildum en
sýna jafnframt öðrum umburðarlyndi. Ríkisvaldið hefur skyldum að gegna.
Það á að vernda menningu okkar samhliða því að gera fólki úr öðrum
menningarheimum mögulegt að búa og starfa hér svo framarlega sem það
virðir þá menningu sem er við lýði.
Islam og fjölmenningarlegt samfélag dagsins í dag
Nú má spyrja hvort einhver ástæða sé til að líta svo á að kristin trú
standi höllum fæti í landinu? Voru einhver framandi trúarbrögð,
sem áður þekktust ekki hér, að yfirtaka kristna trú og íslenskt sam-
félag þegar þessar umræður áttu sér stað?
Tafla i: Trúfélög á Íslandi gagnvart þjóðkirkjunni6
Trúfélag 1990 2000 2008
Þjóðkirkjan 92,6% 87,9% 79,1%
Onnur kristin trúfélög 5,3% 7,15% 9,9%
Önnur trúfélög en kristin 0,19% 0,54% 0,98%
Ótilgreind og óskráð trúfélög 0,59% 2,24% 7,11%
Utan trúfélaga 1,32% 2,25% 2,9%
6 Undir flokkinn „ Önnur kristin trúfélög “ falla: Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði
söfnuðurinn, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Kaþólska kirkjan, Kirkja sjöunda dags