Skírnir - 01.09.2011, Side 123
SKÍRNIR HLUTGERVING ÍSLENSKRAR MENNINGAR 353
Graf 1 og tafla 1 sýna stöðu þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum trú-
félögum svo og þeim sem kusu að standa utan trúfélaga til þess tíma
þegar umræðan átti sér stað. Onnur kristin trúfélög hafa verið sett
undir einn hatt og hið sama á við um önnur trúfélög en kristin. Á
grafinu og töflunni má sjá með skýrum hætti að langstærstur hluti
þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni þó að greina megi hlutfallslega
fækkun úr tæplega 93% árið 1990 í 79% 2008. í öðrum kristnum
trúfélögum má hins vegar greina aukningu úr 5,3% árið 1990 í 9,9%
2008. Hlutfallslegur fjöldi þjóðarinnar sem tilheyrir kristnum trú-
félögum (þjóðkirkju og öðrum) er því 89% og þess vegna vart hægt
að líta svo á að kristin trú sem slík standi höllum fæti. Það vekur at-
hygli að innan við 1% þjóðarinnar tilheyrir öðrum trúfélögum en
kristnum. Á grafi 2 má sjá nánar hvernig hlutfall þeirra sem tilheyra
öðrum trúfélögum en kristnum hefur þróast frá árinu 1990. Flokk-
urinn „ótilgreind og óskráð trúfélög“, sem 7,11% þjóðarinnar til-
heyrði árið 2008, gerir þó nokkuð erfiðara um vik að staðhæfa
fyllilega um raunverulegan fjölda innan hvers hóps. Fram kemur í
frétt frá Hagstofunni að erlendir ríkisborgarar flokkist sjálfkrafa í
hópinn „ótilgreind og óskráð trúfélög" við komuna til landsins
nema þeir skrái sig sérstaklega í trúfélög („Hlutfallsleg fækkun í
Þjóðkirkjunni“ 2009). I þessum hópi geta því bæði verið einstak-
lingar sem skilgreina sig sem kristna og einstaklingar sem tilheyra
trúfélögum sem ekki eru kristin.
aðventista á íslandi, Hvítasunnukirkjan á íslandi, Sjónarhæðarsöfnuður, Vottar
Jehóva, Krossinn, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Fríkirkjan Vegur-
inn, Orð lífsins, Kletturinn — kristið samfélag, Kefas — kristið samfélag, Bapt-
istakirkjan, fslenska Kristskirkjan, Boðunarkirkjan, Samfélag trúaðra, Betanía,
Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík, Fæðing heilagrar Guðsmóður,
Heimsfriðarsamtök fjölskyldna, Heimakirkja. Af þessum söfnuðum er stærsta
hluta aukningarinnar 1990-2008 (hækkaði um 4,6%) að finna í kaþólsku kirkj-
unni (1,98%) og í fríkirkjusöfnuðunum Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan í Haf-
nafirði og Óháði söfnuðurinn (1,79%), samtals hækkun um 3,77%.
Undir flokkinn „Önnur trúfélög en kristin“ falla: Baháísamfélag, Ásatrúar-
félag, Búddistafélag íslands, Félag múslima á íslandi, Zen á fslandi — Nátthagi,
Reykjavíkurgoðorð, SGI á íslandi. Af þessum söfnuðum er stærsta hluta aukn-
ingarinnar 1990-2008 (0,79% aukning) að finna í Ásatrúarfélaginu (0,36%) og
Búddistafélagi íslands (0,26%), samtals 0,62% hækkun. Upplýsingar eru fengnar
á vefsíðu Hagstofu íslands („Mannfjöldi" 2009; Hagstofa íslands 2009).