Skírnir - 01.09.2011, Page 126
356
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
SKÍRNIR
talað um vaxandi fordóma, eða íslamfóbíu eins og það er stundum
kallað, í garð einstaklinga sem aðhyllast íslam. Hér má augljóslega
sjá áhrif hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 en í
kjölfar þeirra var oft litið á karlkyns múslima sem mögulega hryðju-
verkamenn og múslimakonur sem kúguð og varnarlaus fórnarlömb
(Abu-Lughod 2002; Rehman 2007). Árásin á tvíburaturnana mark-
aði vissulega ekki upphaf fordóma í garð múslima en fyrir ákveðinn
hóp manna varð sá atburður til að réttlæta fordóma þeirra og beina
þeim í viðurkenndan farveg. Eins og fræðimenn hafa ítrekað bent á
í tengslum við umræðu um íslam á Vesturlöndum er vandamálið
ekki að það megi ekki fjalla gagnrýnið um samfélög eða menningar-
kima múslima, heldur það að í umræðu um þá sjáum við iðulega
hvernig múslimar eru settir í einn hóp, hvar svo sem þeir búa í heim-
inum, og alhæft út frá honum á grófan hátt (Abu-Lughod 1998: 5).
Nýleg skýrsla Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og skorti
á umburðarlyndi (ECRI) frá árinu 2007 staðfestir fordóma í garð
múslima hér á landi og er í henni tekið sérstaklega fyrir hversu erfið-
lega hefur gengið að fá leyfi til að byggja mosku sem sótt var um árið
1999. Hér þyrfti vissulega að skoða hvort um var að ræða stofnana-
vædda fordóma eða ekki. Oft er að finna á bloggsíðum mjög for-
dómafullar umræður um íslam og múslima, þar sem sjá má svipaða
þræði og fræðimenn hafa bent á erlendis, sem draga upp mynd af
múslimum sem framandi og andstæðu Vesturlanda og lýðræðis
(Kristín Loftsdóttir 2011). I slíku umhverfi hlýtur fræðsla um fjöl-
breytileika íslams og margbreytileika að vera einstaklega áríðandi,
ekki eingöngu vegna þeirra sem aðhyllast íslam hér á landi heldur
einnig vegna þess að Islendingar eru hluti af stærra alþjóðlegu sam-
hengi, hvaða trúfélagi sem þeir tilheyra og hver svo sem uppruni
þeirra er. Það má líta á fræðslu um trúarbrögð, margbreytileika
þeirra og það, sem er líkt með mismunandi trúarbrögðum, sem for-
varnir gegn fordómum og þröngsýni í garð annarra hópa.
Að lokum
Ég hef hér bent á hvernig umræður um grunnskólalögin á tíma-
bilinu 2007-2008 byggðust á ákveðnum hugmyndum um íslenska