Skírnir - 01.09.2011, Page 132
362
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
hugtakið súrrealismi".1 Um sumarið sendir Nonni honum svo verk
eftir Apollinaire, Aragon, Breton og Soupault. Veturinn 1925-26 er
hann hinsvegar að sögn Halldórs Guðmundssonar ötull að tjá sig
um súrrealisma í bréfum til vina sinna, þannig til dæmis til Einars
Ólafs Sveinssonar 20. desember 1925: „Um þessar mundir er ég
hrifnastur af surrealismanum, hinni níu stefnu, sem lísir sér í snild-
arverkum franskra, ítalskra og spánskra eftirstríðsmanna." Síðar
(9. janúar 1926) til Erlendar í Unuhúsi: „Surrealisminn opnar nía
heima, áður ógrunaða; hann hefur orðið mér ní endurfæðing, svo
að ég er alt annar maður en ég var; fegurðir hans og hinn tak-
markalausi útþensluhæfileiki, tákna nítt ár. Auðvitað er mikið í
honum morkið og töluvert af barnaskap, því stefnan er sprottin
upp í frönsku pestarlofti og enn í bernsku, og þó hefur sérstaklega
einn annmarki verið á flestum þeim surrealistisku verkum sem ég
hef komist ifir: skortur á heildarhugmind, grundvallarhugsun. T.d.
les maður „poisson soluble" („Saga“ eftir André Breton: „Uppleis-
anlegur fiskur") með mestu ánægju og velþóknun, en að lestrinum
loknum veit maður hvorki í þennan heim né annan, og sama máli
gegnir um Anicet eftir Louis Aragon; það er eins og maður hafi
verið að hlusta á skrölt, hvergi bregður firir gneista af melódíu (eða
tema). Fútúriskar kvöldstemníngar eftir Þórberg eru allvel surreal-
istiskar.2 Kjarval er okkar besti súrrealisti — gagngerður súrrealisti
á öllum sviðurn."
Þessar glefsur um súrrealismann eru metfé. Þær sýna glögglega
hvernig Halldór nálgaðist af fullu sjálfstæði nýja list sem hann
komst í kynni við, tileinkaði sér fagnandi allt sem hann taldi sig geta
nýtt sér en var um leið glöggskyggn á takmarkanir hennar („skortur
á heildarhugmind, grundvallarhugsun“). Athyglisvert er að hann
hefur verið að lesa Poisson soluble eftir Breton, en framan við það
verk var stefnuskrá súrrealismans prentuð síðla árs 1924 og hann
hefur því eflaust lesið hana líka. Athyglisvert er einnig að hann talar
1 Halldór Guðmundsson í tölvupósti til ÞÞ 29. des. 2010.
2 Hér má minna á þá niðurstöðu Benedikts Hjartarsonar (2005: 58) að hugtök eins
og fútúrismi, expressjónismi og súrrealismi hafi hér á landi verið „notuð jöfnum
höndum og jafnvel sem samheiti a.m.k. fram eftir þriðja áratugnum" og þeim hafi
einkum verið ætlað „að leggja áherslu á róttækni og nútímaleika".